Hafa samband

Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfssemi í loftið

Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfssemi hefur litið dagsins ljós undir slóðinni www.volunteering.is. Á síðunni er m.a. að finna grunnupplýsingar um það hvernig vinnumarkaðurinn virkar á Íslandi og til hvaða stéttarfélag skal leita á því svæði sem viðkomandi hyggst vinna á. Þá er síðunni ætlað að veita þeim, sem hyggjast koma til landsins til sjálfboðastarfa, upplýsingar um sín réttindi og hvetja þau m.a. til að gera launakröfur.


Ályktun framkvæmdastjórnar um atvinnuleysisbætur og fæðingarorlof

Töluverður árangur náðist í síðustu kjarasamningum um að hækka lægstu laun þó betur megi ef duga skal, enda ná þau ekki enn lágmarksframfærsluviðmiðum. Ef tekið er mið af umsaminni hækkun sem kemur til framkvæmda í maí á þessu ári, verði samningum ekki sagt upp, hafa lágmarkslaun hækkað um 91% á áratug.


Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!

Á morgun, 11. janúar, fer fram fundur undir yfirskriftinni Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK! Fundurinn er haldinn að frumkvæði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem sæti eiga fulltrúar stærstu samtaka aðila vinnumarkaðarins auk fulltrúa ráðherra. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.00-10.30. Ekkert kostar á fundinn en skráning er nauðsynleg. Þá verður fundinum jafnframt streymt af heimasíðu Vinnueftirlitsins (www.vinnueftirlit.is).


Nýr upplýsinga- og ráðgjafavefur í loftið

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur sett nýjan upplýsinga- og ráðgjafavef í loftið undir heitinu Næsta skref.  Unnið var að þróun vefjarins í samvinnu við Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf  og fleiri aðila árin 2012-2014 og var hann þá hluti af IPA-styrktu verkefni, sem FA stýrði, og bar heitið: Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.


Jólakveðja SGS

Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári.

Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (miðvikudag – föstudags) skv. venjulegum opnunartíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).


#metoo

Konur sem starfa eða hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar sendu heildarsamtökum launafólks svohljóðandi bréf í þessari viku. Í þessu sambandi er rétt að benda á nýsamþykkta aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandsins auk útgefins efnis til að fræða starfsfólk stéttarfélaga um kynferðislega áreitni og viðbrögð við því.


Síðasti formannafundur ársins

Í dag hélt Starfsgreinasambandið formannafund í þriðja og síðasta skipti á árinu 2017 og fór hann að þessu sinni fram í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins.


Kjaramálaráðstefna – mikilvægur undirbúningur

Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun Starfsgreinasamband Íslands standa fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins. Ráðstefnan fer fram Hótel Reykjavík Natura, en ráðstefnuna sækja fulltrúar frá aðildarfélögum SGS. Ráðstefnan mun byggjast á samlestri á kjarasamningum en einnig verða ákveðin atriði tekin til sérstakrar umfjöllunar.


„Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum, fyrir herferð þar sem kastljósinu er beint að kynferðislegri áreitni innan hótel- og veitingageirans. Rannsóknir hafa sýnt  að kynferðisleg áreitni er sorglega algeng innan þessa geira. Það er ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola – áreitni og annað ofbeldi er ALDREI í lagi.


Fræðsludagur félagsliða

Starfsgreinasamband Íslands boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 22. nóvember síðastliðinn. Mikil ásókn var á fundinn eins og jafnan er, en þetta er í fjórða sinn sem SGS heldur slíkan viðburð. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við.


Síða 1 Af 45123...Síðast