Hafa samband

SGS boðar til samráðsfundar með félagsliðum

Starfsgreinasambandið boðar til samráðsfundar með félagsliðum þar sem farið verður yfir helstu baráttumál félagsliða, svo sem kröfuna um að starfsheiti þeirra sé viðurkennt innan heilbrigðisþjónustunnar. Til fundarins er boðað samkvæmt óskum félagsliða innan Starfsgreinasambandsins og víðar og er fundurinn opinn öllum félagsliðum.


Sigríður Jóhannesdóttir tekur við formennsku í Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Sigríður Jóhannesdóttir tók við starfi formanns Verkalýðsfélags Þórshafnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Sigríður, sem hefur verið starfsmaður hjá félaginu undanfarin misseri, tekur við embættinu af Svölu Sævarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.


Lágmarkstekjutrygging orðin 300 þúsund krónur

Í gær, þann 1. maí,  hækkuðu laun almennt um 3% samkvæmt kjarasamningi SGS og SA. Lágmarkslaun hækkuðu enn meira eða sem nemur 7% og er lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf því orðin 300 þúsund krónur.


Ræða framkvæmdastjóra SGS 1. maí

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flutti barátturæðu á 1. maí-hátíðarhöldum víðsvegar á Snæfellsnesinu í tilefni dagsins. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.

…………………………..

Kæru félagar, til hamingju með baráttudag launafólks!

Þegar hreyfing launafólks er samstíga og sameinuð er ekki til neitt sterkara afl. Í ár berjumst við undir slagorðinu „Sterkari saman“ og það er alveg jafn satt í dag og það var fyrir heilli öld síðan.


Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí – fjölbreytt dagskrá um land allt

Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á yfir 30 stöðum á landinu næstkomandi þriðjudag. Víða eru farnar kröfugöngur, annars staðar eru hátíðar- og baráttufundir. Hér má sjá dagskrána um allt land.


Orlofsuppbót 2018

Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Full uppbót árið 2018 er 48.000 kr. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2017 – 30. apríl 2018 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.


Launahækkanir á árinu 2018

Starfsgreinasambandið vill hvetja launafólk til að fylgjast vel með hvort fyrirhugaðar launahækkanir skili sér rétt og örugglega í launaumslagið það sem eftir lifir ársins 2018, en þá hækka laun og launatengdir liðir skv. núgildandi kjarasamningum


SGS skipuleggur ungliðafund

Þriðja árið í röð skipuleggur Starfsgreinasamband Íslands fund fyrir ungt fólk í hreyfingunni, að þessu sinni á Bifröst dagana 30. og 31. maí næstkomandi. Svo vel hefur tekist til síðustu tvö ár að þetta er nú þegar orðinn fastur liður í starfi sambandsins. Hvert aðildarfélag SGS getur sent tvo fulltrúa, eina konur og einn karl þrjátíu ára og yngri á fundinn. Dagskráin er skipulögð samkvæmt óskum ungliða sjálfra og í lok hvers fundar er farið yfir óskir fyrir næsta ár.


Vel heppnaður fræðsludagur bifreiðastjóra og tækjastjórnenda

Á fjórða tug bifreiðastjóra og tækjastjórnenda komu saman á fræðsludegi á vegum Starfsgreinasambandsins til að ræða sín mál og koma áherlum á framfæri. Fulltrúarnir eru frá 10 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins um allt land og eru flestir starfandi bílstjórar. Farið var yfir endurmenntunarmál og ábyrgð bílstjóra, kjaramálin voru augljóslega í brennidepli og vinnuvernd svo eitthvað sé nefnt.


Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda

Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn með viðburðinum er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Þeir sem eru áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags.


Síða 1 Af 49123...Síðast