Hafa samband

Er fátækt á Íslandi sjálfsögð?

Í blaðagrein sem þingmaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar í MBL segir að fátækt á ĺslandi væri lítil í alþjóðlegum samanburði. Í því samhengi var fátækt hér á landi borin saman við fátækt í Svíþjóð og horft aftur til ársins 2014.


Stíf fundarhöld framundan

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði í dag um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í næstu viku.


2,9% atvinnuleysi í nóvember

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400).


Nýársheit um yfirlætislausa umræðu

Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu.


Per­sónu­afslátt­ur og skatt­leys­is­mörk hækka

Per­sónu­afslátt­ur ein­stak­linga verður 677.358 kr. fyr­ir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árleg­ur per­sónu­afslátt­ur hækk­ar sam­kvæmt því um 30.619 kr. milli ár­anna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði.


Jólakveðja SGS

Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (27. og 28. desember) skv. venjulegum opnunartíma.


Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands

Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið.


Ný skýrsla um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði

Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á nýútkominni skýrslu rannsóknarverkefnis um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði, sem sambandið stóð fyrir. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Kjaramálaráðstefna – mikilvægur undirbúningur

Dagana 3. og 4. desember stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamninga sambandsins við ríki og sveitarfélög. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS og fór hún fram á Fosshotel Reykjavík.


Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands ráðinn

Flosi Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Tekur hann til starfa á næstu vikum.

Flosi býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu en hann  er húsasmiður og viðskiptafræðingur að mennt. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Íslandsstofu við fræðslu og ráðgjöf. Áður starfaði hann m.a. hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG um 10 ára skeið og sem húsasmiður hjá ýmsum aðilum.


Síða 1 Af 54123...Síðast