31. desember 2013
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.[hr toTop="false" /]
21. desember 2013
Kjarasamningar undirritaðir
Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snúa að félögum í Starfsgreinasambandinu er 8.000 króna launahækkun auk tilfærslu um einn launaflokk og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins. Auk þess hækkar lágmarkstekjutrygging eftir fjögurra mánaða starf úr 204.000 í 214.000 krónur. Desember- og orlofsuppbætur hækka einnig hlutfallsle…
20. desember 2013
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík og yndisleg jól. Með von um farsæla kjarabaráttu og samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).[hr toTop="false" /]
19. desember 2013
Laun um jólin
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðardögum, en þeir jóladagar sem eru stórhátíðardagar teljast:
  • aðfangadagur eftir kl. 12:00,
  • jóladagur,
  • gamlársdagur eftir kl. 12:00 og
  • nýársdagur
Annar í jólum telst auk þess almennur frídagur. Öll vinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi, sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Fyrir yfirvinnu á…
17. desember 2013
Fræðsla fyrir ungt fólk
Félagsmálaskóli alþýðu (FMA) hefur tekið saman kynningarefni sem er sérstaklega ætlað ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum. Kynningin er sett fram á myndrænan og líflegan hátt með aðstoð nýjustu tækni. FMA hefur á undanförnum vikum farið með umrædda kynningu í nokkra af framhaldsskólum landsins þar sem hún hefur hún vakið mikla lukku meðal nemenda. Í kynningunni er m.a. fjal…