29. október 2014
Atvinnuþátttaka 82,4% á íslenskum vinnumarkaði
Samkvæmt nýjustu Hagtíðundum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn voru að jafnaði 190.400 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2014. Þetta þýðir um 1% fjölgun frá sama tíma ári áður og 82,4% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 40.800 og er það fjölgun um 3,8%. Atvinnuþátttaka kvenna var 79,4% og karla 85,3%. Þess má geta að á þriðja ársfjórðungi…
27. október 2014
41. þing ASÍ afstaðið
Þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands lauk síðastliðinn föstudag, en þingið var að þessi sinni haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið sátu rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan ASÍ. Þar af komu 109 þingfulltrúar frá félögum innan Starfsgreinasambandsins. Gylfi endurkjörinn Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins á þinginu, en Gylfi hlaut 74,5% eða 201 atkvæði …
21. október 2014
41. þing Alþýðusambands Íslands
41. þing Alþýðusambands Íslands hefst á morgun (miðvikudag) á Hilton Reykjavik Nordica og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Samfélag fyrir alla - jöfnuður og jöfn tækifæri. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Á þinginu verða tillögur að breytingum á lögum AS…
20. október 2014
Vegið að jafnrétti til náms
"Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands krefst þess að fyrirhugaðar breytingar á umhverfi framhaldsskólanna, sem munu bitna af þunga á nemendum eldri en 25 ára, verði endurskoðaðar. Íslenskar aðstæður eru um margt sérstakar og varhugavert að heimfæra stöðuna á Norðurlöndum upp á Ísland. Hér á landi hefur ungt fólk haft aðgang að vinnumarkaðnum, ólíkt nágrannalöndunum, sem gerir það að verku…
14. október 2014
Verkalýðssfélag Akraness fagnar 90 ára afmæli
Í dag, 14. október 2014, fagnar Verkalýðssfélag Akraness (VLFA) 90 ára afmæli sínu. Félagið hefur fagnað stórafmælinu á ýmsan hátt að undanförnu, m.a. með útgáfu á afmælisblaði félagsins og tvennum tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. Í dag lauk svo formlegum hátíðarhöldum með opnu húsi á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16. Boðið var upp á léttar veitingar og mættu fjölmargir gestir til fagn…