24. október 2017
Launamunur kynjanna um 16%
Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1% árið 2016 en hann var 17% árið 2015. Launamunurinn var rúmlega 16% bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum en rúm 8% hjá starfsmönnum sveitarfélaga þar sem launadreifing er almennt minni. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af meðaltímakaupi karla túlkað sem óleiðréttur launamunur. Tímakau…
12. október 2017
Ályktanir af þingi SGS
Á nýloknu þingi Starfsgreinasambands Íslands voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem eiga aðild að SGS sátu fundinn. Unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu en málefnanefndirnar voru tvær: Kjara- og atvinnumálanefnd og Húsnæðis- og velferðarnefnd. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsin…
12. október 2017
Forysta SGS kjörin á þingi sambandsins
Sjötta reglulega þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk á hádegi 12. október. Á þinginu voru samþykktar starfs- og fjárhagsáætlanir, nokkrar ályktanir um kjara- og velferðarmál og forysta  kjörin fyrir sambandið til næstu tveggja ára. Björn Snæbjörnsson frá Einingu Iðju var endurkjörinn formaður og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir frá AFLi starfsgreinafélagi var endurkjörin varaformaður. Aðalmenn í…
12. október 2017
Ályktanir varðandi húsnæðis- og velferðarmál
Rétt í þessu voru tvær ályktanir varðandi húsnæðis- og velferðarmál samþykktar á 6. þingi Starfsgreinasambandsins. Í ályktununum kemur fram að mikilvægt er að skapa fjölskylduvænna samfélag. Barnafjölskyldur búa við óöruggt ástand vegna húsnæðismála og dagvistunarúrræða. Slíkt ástand bitnar fyrst og fremst á börnunum. Tryggja verður að allir geti notið menntunar og heilbrigðis óháð tekjum eða búse…
10. október 2017
6. þing Starfsgreinasambands Íslands
6. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Selfossi á morgun, 11. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins. Dagskrá þingsins verður með hefðbundnu sniði en í takt við nýja tíma þá…