28. nóvember 2018
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands ráðinn
Flosi Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Tekur hann til starfa á næstu vikum. Flosi býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu en hann  er húsasmiður og viðskiptafræðingur að mennt. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Íslandsstofu við fræðslu og ráðgjöf. Áður starfaði hann m.a. hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG um 10 ára skeið og sem húsasmiður hjá ýmsum aðilum…
24. nóvember 2018
Við erum ekki á matseðlinum!
Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni. Að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum er því öryggismál og ber að fa…
16. nóvember 2018
Landverðir athugið!
Þeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði - á vinnustöðum í óbyggðum - frá árinu 2011 og ekki verið í sambandi við sitt stéttarfélag, Landvarðafélag Íslands eða Starfsgreinasamband Íslands, vegna greiðslu fjarvistaruppbótar, eru beðnir um að gera það sem fyrst. Eftir að greiðsla fjarvistaruppbótar var viðurkennd með dómi Héraðsdóms Austurlands og staðfest í Hæstarétti gerðu fé…
15. nóvember 2018
Fundað í undirhópum einstakra starfsgreina
14. nóvember 2018
Konur taka af skarið á Akureyri
Það var líf og fjör sl. laugardag í sal Einingar-iðju þar sem konur á Norðurlandi hittust til skrafs og ráðagerða. Tilefnið var námskeiðið „Konur taka af skarið!“ sem AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, Starfsgreinasambandið og JCI Sproti standa fyrir. Verkefnið fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands og er markmið þess að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Viðamik…