27. október 2020
SGS styður skipverja
Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270. SGS tekur undir yfirlýsingu stéttarfélaga skipverja um að hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti sé vítaverð og fram þurfi að fara sjópróf til að draga þá til ábyrgðar sem hana bera.
21. október 2020
Þingi ASÍ lokið - framhaldsþing í vor
Þingi ASÍ sem haldið var rafrænt lauk á fjórða tímanum í dag. Þingið var með óvenjulegum hætti vegna aðstæðna í samfélaginu og þess vegna var einungis gengið til þeirra starfa sem ekki var hægt að fresta, t.a.m. kosningum og afgreiðslu reikninga. Megin málefnastarf mun fara fram í vor en þinginu verður fram haldið 10. og 11. maí 2021.
21. október 2020
Óvenjulegt þing ASÍ
Í dag hefst 44. þing ASÍ. Þinghaldið er afar óvenjulegt vegna aðstæðna í þjóðfélaginu en þingið fer alfarið fram á netinu. Fundað verður frá 10.00 til 14.00 og eru á dagsskrá kosningar til embætta og nefnda sambandsins og fleiri skipulagsmál. Málefnastarfi verður að mestu leyti frestað til næsta árs þegar haldið verður framhaldsþing.
13. október 2020
Ný útgáfa af vefnum Næsta Skref
Nýverið opnaði ný útgáfa af vefnum Næsta skref, en Næsta skef er upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf á Íslandi. Þar er að finna lýsingar á um 300 störfum og 150 námsleiðum, áhugakönnun, skimunarlista vegna raunfærnimats og upplýsingar um ráðgjöf og starfsemi símenntunarmiðstöðva.