16. mars 2021
Velferðarnefnd Alþingis skorar á stjórnvöld að leysa málefni starfsfólks á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasambandið hefur mótmælt harðlega þeirri aðferðafræði að segja upp tæplega 150 starfsmönnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum nú þegar rekstur þeirra er að flytjast til ríkisins. Velferðarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum svofellda yfirlýsingu sem tekur undir sjónarmið SGS og hvetur stjórnvöld til að leysa málið.
12. mars 2021
SGS krefst þess að hætt verði við uppsagnir á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ. Það er aumur fyrirsláttur hjá ríkinu að það sé nauðsynlegt vegna yfirfærslu rekstarins frá sveitarfélögum til ríkisins og hrein svik á því sem stéttarfélögum starfsmanna hefur verið gefið til kynna.
9. mars 2021
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Greitt var úr sjóðnum í fyrsta sinn 1. febrúar síðastliðinn og hafa nú verið greiddar rúmar 218 milljónir króna til tæplega 5.000 félagsmanna.