22. mars 2024
Nýir kauptaxtar SGS og SA
Nýir kauptaxtar SGS fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eru komnir á vefinn, en þeir gilda frá 1. febrúar til 31. desember 2024.
20. mars 2024
Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars.
13. mars 2024
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins hefst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
11. mars 2024
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.
7. mars 2024
Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.