Á morgun 1. maí verður baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um allt land og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
Hafnarfjörður
Samstöðutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar verða haldnir í Bæjarbíói 1. maí kl: 14:00. Fram koma: Bríet, Diljá, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir og veitingar í boði.
Akranes
Verkalýðsfélag Akraness, VR, FIT, Kennarasamband Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands og Sameyki standa fyrir dagskrá á baráttudegi verkalýðsins 1. maí á Akranesi.
- Klukkan 14:00 fer af stað kröfuganga frá Þjóðbraut 1, trommusveit TOSKA undir stjórn Heiðrúnar Hámundar leiðir gönguna.
- Hátíðar- og baráttufundur í sal eldri borgara, Dalbraut 4, að göngu lokinni.
- Hátíðarræðu flytur Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og kvennakórinn Ymur flytur nokkur lög.
- Að dagskrá lokinni verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti kórfélaga.
- Kl. 13 og kl. 16 verður bíó fyrir börn í Bíóhöllinni
Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Fosshótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst kl. 13:30. Kynnir er Vignir Smári Maríasson formaður Vlf. Snæfellinga. Ræðumaður er Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stykkishólms og skemmtiatriði frá Lalla töframanni. Kaffiveitingar í boði.
Grundarfjörður
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Dagskráin hefst kl. 14:30. Kynnir er Sævör Þorvarðardóttir, fulltrúi Sameykis. Ræðumaður er Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stykkishólms og skemmtiatriði frá Lalla töframanni. Kaffiveitingar í boði.
Snæfellsbær
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Fosshótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst kl. 15:30. Kynnir er Vignir Smári Maríasson formaður Vlf. Snæfellinga. Ræðumaður er Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stykkishólms og skemmtiatriði frá Lalla töframanni. Kaffiveitingar í boði.
Borgarnes
Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur standa fyrir baráttufundi í Hjálmakletti, Borgarnesi kl. 14:00. Ávarp frá Silju Eyrúnu Steingrímsdóttur, formanni Stéttarfélags Vesturlands. Ræðu dagsins flytur Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu. Leikfélagið Kopar flytur lög úr Með allt á hreinu. Tónlistaratriði frá Guðrúnu Katrínu Sveinsdóttur, Soffíu Björgu og Freyjukórnum. Örsýning úr kvennasögu félaganna. Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffihlaðborð að fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9.bekkjar í Grunnskólans í Borgarnesi sjá um veitingar. Klukkan 12:00 verður bíó fyrir yngstu kynslóðina í Óðali – popp og svali í boði.
Búðardalur
Kjölur Stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands og Sameyki standa saman að samkomu í Dalabúð kl. 14:30. Ávarp dagsins flytur Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir kennari í Auðarskóla. Kynnir er Þóra Sonja Helgadóttir verkefnastjóri Kjalar í Stykkishólmi. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Auðarskóla og Þorrakórnum. Skátafélagið Stígandi sér um kaffihlaðborð að fundi loknum.
Ísafjörður
Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Hátíðardagskrá í Edinborgarhúsinu.
- Ræðumaður dagsins: Guðrún Finnbogadóttir
- Kvennakór Ísafjarðar
- Pistill dagsins: Sigríður Gísladóttir
- Tónlist: Leikhópur Halldóru syngur lög úr teiknimyndum og Dagný Hermannsdóttir syngur nokkur lög
- Kynnir: Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Kaffiveitingar í Guðmundarbúð að lokinni dagskrá í Edinborgarhúsinu.
- Kvikmyndasýningar í Ísafjarðarbíói kl. 14:00, 16:00 og 20:00. Frítt í bíó í boði stéttarfélaganna.
Patreksfjörður
Frítt í Skjaldborgarbíó í boði stéttarfélaganna Kl. 16:00 og 20:00
Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar. Hátíðardagskrá í Félagsheimili Súgfirðinga: Kaffiveitingar, ávarp, ræða dagsins og söngur.
Bolungarvík
Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi þann 1. maí í félagsheimili Bolungarvíkur klukkan 14:30. Unglingastigið í Grunnskóla Bolungavíkur sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Bolungarvíkur og Kvennakór Ísafjarðar skemmta.
Blönduós
Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskrá kl. 14:00.
Boðið verður upp á frábæra tónlist og söng. Ræðumenn dagsins: Helga Margrét Jóhannesdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Birgitta H Halldórsdóttir rithöfundur. Afþreying fyrir börn.
Akureyri
Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri 1. maí. Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:45 og kl. 14:00 verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna - Bethsaida Rún Arnarson
- Hátíðarræða - Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr Galdrakarlinum í OZ
- Karlakór Akureyrar Geysir syngur tvö lög og mun einnig leiða samsöng í lokin
Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.
Fjallabyggð
Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði 1. maí kl. 14:30 – 17:00. Ína Sif Stefánsdóttir flytur ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Húsavík
Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum.
Dagskrá:
- Ruth Ragnarsdóttir syngur Maístjörnuna við undirleik Ísaks M. Aðalsteinssonar
- Ávarp: Guðmunda Steina Jósefsdóttir stjórnarkona í Öldunni stéttarfélagi
- Tónlistaratriði: Ágúst Þór Brynjarsson syngur og leikur nokkur lög
- Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar
- Tónlistaratriði: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög við undirleik
- Tónlistaratriði: Friðrik Aðalgeir Guðmundsson og Sóley Eva Magnúsdóttir spila og syngja
- Tónlistaratriði: Páll Rósinkranz og Grétar Örvarsson flytja eftirlitslög Íslendinga
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna.
Þórshöfn
Vortónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar byrja kl. 15:00 í Holti og þar verður glæsilegt kaffihlaðborð í umsjón kvenfélagsins í Þistilfirði.
Vopnafjörður
Félagsheimilinu Miklagarði – Sverrir Mar Albertsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Borgarfjörður eystri
Samkoma í Álfheimum þar sem Lilja Björk Ívarsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Seyðisfjörður
Samkoma í Félagsheimilinu Herðubreið þar sem Kristján Eggert Guðjónsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Egilsstaðir
Samkoma á Hótel Héraði þar sem María Von Pálsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Reyðarfjörður
Samkoma í Heiðarbær þar sem Eygló Halla Ingvadóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Eskifjörður
Samkoma í Melbær þar sem Jón Kristinn Arngrímsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Neskaupstaður
Samkoma á Hótel Hildibrand þar sem Ásdís Helga Jóhannsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Fáskrúðsfjörður
Samkoma í Glaðheimum þar sem Pálína Margeirsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Stöðvarfjörður
Samkoma í Grunnskólanum Stöðvarfirði þar sem Sverrir Kristján Einarsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Breiðdalsvík
Samkoma í Hamri kaffihúsi þar sem Guðný Harðadóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Djúpivogur
Samkoma á Hótel Framtíð þar sem Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Hornafjörður
Samkoma á Heppu restaurant þar sem Guðrún Ingimundardóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Hella
Opið hús hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands kl. 13:00-15:00, á 3. hæð í Miðjunni. Kynnir Guðrún Elín Pálsdóttir. Ávarp: Björg Bjarnadóttir framkvæmdastýra SGS. Tónlist: Fríða Hansen og Alexander Freyr. Kvenfélagið Unnur sér um veitingar. Blöðrur og sleikjó fyrir börnin.
Selfoss
Kröfuganga hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss og Hestamannafélagið Sleipnir leiða gönguna frá Austurvegi 56 að Hótel Selfoss þar sem að dagskrá og skemmtun fer fram.
- Ræðumenn eru Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og María Friðmey Jónsdóttir frá námsmönnum FSU
- Júlí og Dísa taka lagið
- Leikfélag Hveragerðis flytur nokkur lög úr Ávaxtakörfunni
- Fimleikadeildin sér um andlitsmálun.
- Kaffi og veitingar.
Vestmannaeyjar
1. maí verður verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES. Húsið opnar kl. 14:00 og verður tekið á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum. Allir fá „Hölluklút“ um hálsinn. Konur úr kvennakór Vestmannaeyja flytja nokkur lög. Tónlistarveisla frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Ávarp, kaffi, vöfflur og fleira á boðstólnum.
Reykjanesbær
Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félags- fólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll kl.14:00 til 16:00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
- Húsið opnar kl. 14 og tekur lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á móti fólki.
- Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá og kynnir.
- Ræðumaður dagsins er Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í Vinnumarkaðsmálum ASÍ.
- Fríða Dís tekur nokkur vel valin lög.
- Leikfélag Keflavíkur kemur með innslag og Kvennakór Suðurnesja slær botn í dagskrána.
- Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tóna fyrir gesti milli atriða.