Ósk um virðingu og skilning í launabaráttunni

Fulltrúar 16 stéttarfélaga innan SGS hafa nú reynt að ná fram sanngjarnri lendingu í kjaraviðræðum með krónutöluhækkunum sem byggir á að hækka lágmarkslaun verkafólks í 300.000 krónur innan 3ja ára.

Þessum kröfum sem mótaðar hafa verið af verkafólki í landinu grasrótinni og taka aðeins til lágmarks framfæslu eins og hún er gefin út af opinberum aðilum. Þessum sanngjörnu kröfum hafna fulltrúar atvinnurekenda alfarið og neita að ræða við þessi félög um krónutöluleiðina. Fulltrúar þessara 16 félaga sáu því engan tilgang í að halda viðræðum áfram og slitu viðræðunum. Það hafa engar aðrar lausnir komið frá þeim um hvernig þeir vildu nálgast hlutina án þess að setja allt á hvolf, aðrar en þær að kauphækkanir geti orðið 3,5% til 4%. Það er ábyggilega rétt hjá þeim að verðbólgan fer ekki úr böndum og fyrirtækin ekki á hvolf með þessar launahækkanir að leiðarljósi. En hvaða gagn er það ef launamaðurinn sem getur ekki framfleitt sér og lifað af laununum, skiptir það þá launamanninn einhverju máli hvort verðbólgan fer úr böndum eða ekki? Það liggur alveg ljóst fyrir að ef verkafólk ætlar sér að ná í hærri launahækkanir en 7 til 8 þúsund á mánuði verður að grípa til einhverra aðgerða gegn atvinnurekendum til að þeir skilji hvað þarf til, til að geta skrimt án þess að vinna mikla yfirvinnu. Því hvetjum við alla félagsmenn viðkomandi 16 stéttarfélaga að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun sem er að fara í gang og láta þar skoðun sína afdráttarlaust í ljós. Fulltrúar launafólks í samningaviðræðunum þurfa að fá afgerandi umboð og afstöðu til baráttunar með góðri þáttöku í attkvæðagreiðslunni. Gerum skilyrðislausa kröfu til atvinnurekanda að sýna launafólki virðingu og skilning um sanngjarnar launahækkanir og segjum við baráttunni í atkvæðagreiðslunni í næstu viku. Magnús S Magnússon Formaður Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)