Réttindi starfsmanna í veiðihúsum 

Í ágúst 2019 sendi Starfsgreinasambandið bréf fyrir hönd sinna aðildarfélaga erindi til Landssambands veiðifélaga (LV) þar sem óskað var eftir upplýsingum um ráðningarkjör og starfsmannamál í veiðihúsum um land allt. Var það sent í framhaldi af ábendingum um brot á kjarasamningum sem borist höfðu til einstakra félaga. Í samskiptum við LV í framhaldi af bréfinu lagði SGS mikla áherslu á ábyrgð Landssambandsins og veiðifélaga, þó þau væru í mörgum tilfellum ekki beinir rekstraraðilar. Forsvarsmenn LV lýstu yfir vilja sínum til vinna að því að hafa þessi mál í lagi og eiga í góðu samstarfi við félög SGS. 

Í fréttabréfi sem sent var 2. apríl á félög í Landssambandi veiðifélaga var birt eftirfarandi áskorun og hvatning til aðildarfélaganna: 

Nú þegar veiðitímabilið er hafið er vert að huga að réttindamálum starfsmanna í veiðihúsum. Veiðifélög eru hvött til þess að beita sér fyrir því og ganga á eftir því að leigutakar gæti þess að réttindi starfsmanna þeirra í veiðihúsum séu virt. Í sumum tilvikum eru veiðifélögin sjálf með ráðningarsamband við starfsfólk og gilda þá sömu sjónarmið. Það er afar mikilvægt að farið verði eftir kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga um orlof, hvíldartíma, veikindarétt o.s.frv. Það er einnig mikilvægt að gerðir séu ráðningarsamningar. Starfsgreinasambandið og Landssamband veiðifélaga eru sammála um að það sé mikilvægt að gætt sé að réttindum starfsmanna í veiðihúsum og að lög, reglur og samningar um réttindi þeirra og aðbúnað séu virt. Starfsgreinasambandið og aðildarfélög þess verða með virkt vinnustaðaeftirlit í veiðihúsum í sumar 

Það er jákvætt þegar ábendingum frá stéttarfélögunum er mætt með þessum hætti og lýst yfir vilja til að vinna með okkur að því að tryggja kaup og kjör starfsfólks í veiðihúsum á komandi sumri. 

 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag