Skammvinnt samdráttarskeið

Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, fór yfir þróun og horfur í efnahagsmálum á þingi SGS í dag. Í máli hennar kom fram, að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman á þessu ári, eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið. Hagdeildin spáir því að samdrátturinn verði 0,3% á þessu ári.

Það skýrist af samdrætti í útflutningi og minni þjóðarútgjöldum. Búist er við hægum vexti (0,6%) á næsta ári en gert er ráð fyrir 2,3% hagvexti. Fall WOW air hafði neikvæð áhrif á horfurnar, þótt áhrifin hafi til skamms tíma verið mildari en hægt hefði verið að búast við.

Óvissa um framvindu efnahagsmála í heiminum veldur óvissu varðandi efnahagshorfur hér á landi. Almennt er þó talið að heimilin séu í sterkari stöðu til að takast á við hægari vöxt, eftir mikinn vöxt kaupmáttar og lækkun skulda undanfarin ár. Jafnframt er geta stjórnvalda og Seðlabankans til að bregðast við samdrætti mun betri en í síðustu niðursveiflum.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag