Hafa samband

Starfsumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi

Vegna aukins umfangs í ferðaþjónustu á Íslandi hefur starfsmönnum gististaða fjölgað mikið undanfarin ár. Í þeim hópi eru starfsmenn sem sinna hótelþrifum og ákvað Vinnueftirlitið að ráðast í könnun og úttekt á vinnuumhverfi þessa hóps samfara ábendingum um að gæta þurfi að starfsumhverfi hans sérstaklega.


Starfsgreinasamband Íslands tekur ákvörðun um áframhald kjaraviðræðna

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda viðræðum áfram við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning og verður viðræðum haldið áfram eftir helgi. Aðilar hafa fundað nánast daglega undanfarnar vikur, auk þess sem vinna starfshópa um einstök málefni hefur verið í fullum gangi.


Samninganefnd SGS lýsir yfir stuðningi við verkfall Eflingar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu á fundi sínum fyrr í dag:

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall félaga okkar í Eflingu sem boðað er 8. mars nk. Um leið hvetjum við félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.


Síða 3 Af 211Fyrst...234...Síðast