Hafa samband

Halldór Björnsson látinn

Halldór Björnsson, fyrsti formaður Starfsgreinasambands Íslands er látinn, 90 ára að aldri. Þegar Starfsgreinasambandið var stofnað árið 2000 var Halldór kosinn fyrsti formaður þess og gegndi því starfi til 2004. Hann sinnti fjölmörgum öðrum störfum innan verkalýðshreyfingarinnar, var meðal annar varaforseti ASÍ, en þekktastur er Halldór án efa fyrir störf sín í þágu Dagsbrúnar og seinna Eflingar en þar var hann ritari, varaformaður og síðan formaður um langt skeið.

Starfsgreinasamband Íslands vottar ættingjum Halldórs sína dýpstu samúð.