IndustryAll eru evrópusamtök starfsfólks í iðnaði og framleiðslu og eru þau stærstu sinnar tegundar í Evrópu, með yfir sjö milljónir félagsmanna innan sinna raða. Samtökin voru formlega stofnuð í maí 2012 við samruna þriggja eldri evrópusamtaka á sviði iðnaðar og framleiðslu, þ.á.m. Evrópusamtaka launafólks í námu-, efna- og orkuiðnaði (EMCEF), sem Starfgreinasambandið hefur átt aðild að.
Megináhersla samstakanna er barátta fyrir mannsæmandi starfsskilyrðum, atvinnuöryggi innan umræddra atvinnugreina sem og öflugri og sjálfbærari iðnaði í Evrópu. Samtökin beita sér einnig sem málsvari sinna félaga innan evrópusamtaka iðnaðar og atvinnurekenda og stofnana Evrópusambandsins. Alls heyra 2.500 félagsmenn Starfsgreinasambandsins undir samtökin.
- Vefsíða: www.industriall-europe.eu