Eitt af meginverkefnum Starfsgreinasambandsins snýr að gerð og eftirfylgni kjarasamninga og hefur sambandið séð um gerð og útgáfu fjölda kjarasamninga frá stofnun þess.
Sérstakt kjaramálasvið er að finna innan sambandsins, en því er ætlað er vera samráðs- og samstarfsvettvangur sambandsfélaga um öll sameiginleg hagsmunamál aðildarfélaga á sviði kjarasamninga sem sambandinu er falið að sinna. Kjaramálasvið starfar á ábyrgð framkvæmdastjórnar og formannafunda sem ákvarða þau verkefni sem sambandið skal sinna.
Stærstu viðsemjendur sambandsins eru Samtök atvinnulífsins, Ríkissjóður og Samband íslenskra sveitarfélaga en sambandið er einnig með sérkjarasamninga við Bændasamtök Íslands, Landssamband smábátaeigenda og fleiri aðila. Þá er sambandið með stofnanasamninga við nokkrar ríkisstofnanir.