Hafa samband

FRÉTTIR

Margt í samræmi við kröfugerð SGS í nýjum tillögum um húsnæðismál

Í gær voru kynntar tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Tillögurnar eru í 40 liðum og snúa að fjölmörgum atriðum á húsnæðismarkaðnum. Margar tillögurnar eru í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum, sem samþykkt var 10. október síðastliðinn. Má þar sérstaklega nefna tillögur um betri lánakjör fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, öfluga leiguvernd, lögbundna aðkomu sveitarfélaga og fleira.

Hugmyndirnar í heild sinni eru gagnlegt innlegg í kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir en miklu máli skiptir að þær séu ekki bara fögur fyrirheit eða orð á blaði heldur verði hrundið í framkvæmd fljótt og vel.

Tillögurnar í heild sinni og ýmis fylgigögn má nálgast hér.