Hafa samband

FRÉTTIR

1. maí – barátta og hátíð um allt land

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum og brýna sig í áframhaldandi baráttu!

Akranes: Kröfugangan leggur af stað frá Kirkjubraut 40 kl. 14:00 við undirleik Skólahljómsveitar Akraness. Hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness við Kirkjubraut 40 að göngu lokinni. Ræðumaður er Skafti Steinólfsson verkamaður. Grundartangakórinn syngur. Kaffiveitingar og frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00.

Akureyri: Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið Kl. 13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi hefst að lokinn kröfugöngu. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og Helgi Jónsson formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands flytja ávörp. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jónas Þór Jónasson og Skralli trúður skemmta. Kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Árborg: Hátíðarganga við undirleik kl. 11:00 frá húsi stéttarfélaganna, Austurvegi 56. Hátíðardagskrá á Hótel Selfossi þar sem Ögmundur Jónasson fv. formaður BSRB og Mjög Einarsdóttir fulltrúi eldri borgara flytja ræður. Sveppi og Villi auk Karlakórs Selfoss halda uppi stuðinu.

Blönduós:  Hátíðin hefst í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15:00. Páll Örn Líndal stjórnarmaður í VR flytur ræðu. Nemendur í Tónlistarskóla Austur Húnavatssýslu og Karlakór Bólstaðarhlóðahrepps flytja tónlist. Kaffiveitingar og bíósýning fyrir börnin.

Bolungarvík: Samkoma í félagsheimilinu í Bolungarvík kl. 14:30. Skemmtiatriði, danssýning, söngur og tónlist. Boðið upp á kaffiveitingar.

Borgarfjörður eystri: Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00. Kvenfélagið Eining sjá  um veitingar. Ræðumaður:  Reynir Arnórsson.

Borgarnes:  Hátíðardagskrá hefst í  Hjálmakletti kl. 14. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands flytur ræðu. Tónlist flutt af Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, Selmu Björns og Regínu Ósk auk kórs Eldriborgara í Borgarnesi. Kaffiveitingar. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins. Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.

Breiðdalsvík:  Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Helga Guðrún Hinriksdóttir.

Búðardalur:  Samkoma í Dalabúð hefst kl. 14:30. Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots flytur ræðu. Keli trúbador og Hreimur Heimisson skemmta. Kaffiveitingar.

Djúpivogur:  Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00. Morgunverður og tónlistaratriði. Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

Egilsstaðir:  Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00. Morgunverður  og tónlistaratriði. Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson.

Eskifjörður:  Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði: Tónskóli Reyðarfjarðar. Ræðumaður:  Fanney Jóna Gísladóttir

Fáskrúðsfjörður: Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00. Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði: Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Fjallabyggð: Dagskrá í Fjallabyggð verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 15:00 til 17:30. Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju flytur ávarp. Kaffiveitingar.

Grindavík: Kaffisamsæti í verkalýðshúsinu klukkan 15:00. Hátíðarmessa um morguninn og brúðuleikuhús fyrir börnin og hoppukastali eftir það kl. 11.

Grundarfjörður: Dagskráin hefst kl. 14:30 í Samkomuhúsinu. Sólrún Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari í FSN flytur ávarp, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Aron Hannes söngvari, Tónlistaratriði Tónlistarskólans, kaffiveitingar.

Hafnarfjörður:  Körfuganga leggur af stað frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar kl. 14:00. Linda Baldursdóttir varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar og Karl Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar flytja ræður á hátíðarfundinum í Hraunseli. Ari Eldjárn og Leiklistahópur Víðistaðaskóla skemmta. Kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna að fundi loknum.

Hornafjörður:  Hátíðardagskrá á Hótel Höfn frá kl. 14:00, kaffiveitingar. Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði. Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

Húsavík: Dagskrá frá kl. 14:00 í íþróttahöllinni, Ágúst Sigurður Óskarsson heldur ávarp og Aðalsteinn Á Baldursson flytur ræðu. Tónlist og söng flytja: Karlakórinn Hreimur, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Hjalti Jónsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) og Ragnar Bjarnason. Steingrímur Hallgrímsson spilar í upphafi samkomunnar. Boðið upp á kaffi og meðlæti.

Ísafjörður:  Kröfugangan leggur af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00 með lúðrasveit Ísafjarðar í broddi fylkingar. Að lokinni göngu verður dagskrá í Edinborgarhúsi. Ræðumaður er Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og pistil flytur Gunnhildur Elíasdóttir formaður Brynju á Þingeyri. Nemendur tónlistarskólans flytja tónlist og leikdeild Höfrungs á Þingeyri flytur leikatriði. Kaffiveitingar í Guðmundarbúð eftir dagskrá og kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

Neskaupstaður:  Hátíðardagskrá verður í Grunnskólanum Neskaupstað kl. 14.00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Ræðumaður:  Pálína Margeirsdóttir.

Ólafsvík:  Dagskráin hefst í Klifi kl. 15:00, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virks flytur ávarp. Tónlistaratriði Tónlistarskólans, Aron Hannes söngvari, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Handverkssýning eldri borgara í Snæfellsbæ, kaffiveitingar. Boðið verður í bíó á Klifi kl. 18:00.

Reyðarfjörður:  Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar. Tónlistaratriði: Tónskóli Reyðarfjarðar. Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Reykjanesbær: Skemmtun í Stapanum hefst kl. 14:00. Ræðumaður er Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar. Tónlist flytja Valdimar Guðmundsson, Gunnar Þórðarson og Kóngarnir. Börnum boðið á bíósýningu í Sambíóinu klukkan 13.

Reykjavík: Safnast saman við Hlemm kl. 13 en kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Útifundur hefst kl. 14:10 á Ingólfstorgi. Tónlist: Vox feminae, KK og Ellen, Karlakór Reykjavíkur, kórar og lúðrasveitir. Ávörp flytja Elín Björg Jónasdóttir formaður BSRB og Ingólfur Björgvin Jónsson frá Eflingu Stéttarfélagi. Efling býður uppá kaffi í Valsheimilinu að loknum hátíðarhöldum.

Sandgerði: Opið hús og kaffisamsæti í húsi félagsins að Tjarnargötu 8 frá kl. 15:00.

Sauðárkrókur:  Hátíðardagskrá hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands flytur ræðu. Að venju verða kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.

Seyðisfjörður:  Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8. og 9. bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson.

Stykkishólmur:  Dagskráin hefst kl. 13:30 á Hótel Stykkishólmi, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólastjóri FSN flytur ávarp. Jóhannes Kristjánsson eftirherma, gítarkvartett og kaffiveitingar.

Stöðvarfjörður:  Hátíðardagskrá verður á Saxa guesthouse kl. 15:00. Kaffiveitingar. Tónlistaratriði:  Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður:  Helga Guðrún Hinriksdóttir.

Suðureyri: Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar, kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga, ræða söngur og hljóðfæraleikur.

Vestmannaeyjar:  Hátíðarhöld í Alþýðuhúsinu hefjast kl. 15:00 en húsið opnar hálftíma fyrr. Valmundur Valmundsson formaður sjómannafélagsins Jötuns flytur ávarp og tónlistarskóli Vestmannaeyja flytur tónlist. Kaffisamsæti í boði stéttarfélaganna.

Vopnafjörður:  Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður:  Kristján Magnússon.

Þórshöfn: Opið hús í Íþróttamiðstöðinni í boði Verkalýðsfélagsins á Þórshöfn. Boðið verður upp á veitingar í hádeginu.