Hafa samband

Kjarasamningar samþykktir

Þau aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands sem sambandið hafði samningsumboð fyrir í kjaraviðræðum hafa öll samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins.

Samningurinn gengur í gildi 1.júní nk. og gildir til þriggja ára svo framarlega sem ríkisvaldið og Alþingi skili sínu.

Félögin sem Starfsgreinasambandið fór með umboð fyrir má sjá hér að neðan ásamt sundurliðun úrslita úr kosningu hvers félags fyrir sig.

AFL starfsgreinafélag

 

Á kjörskrá voru 1569 manns og af þeim greiddu 507 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 445 eða 87,8%

Nei sögðu 60 eða 11,8%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,4%

 

Aldan stéttarfélag

 

Á kjörskrá voru 544 manns og af þeim greiddu 146 atkvæði eða 27% félagsmanna.

Já sögðu 121 eða 83%

Nei sögðu 22 eða 15%

Auðir og ógildir seðlar voru 3 eða 2%

 

Báran stéttarfélag

 

Á kjörskrá voru 1265 manns og af þeim greiddu 278 atkvæði eða 22% félagsmanna.

Já sögðu 242 eða 87%

Nei sögðu 34 eða 12%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 1%

 

Drífandi stéttarfélag

 

Á kjörskrá voru 427 manns og af þeim greiddu 186 atkvæði eða 44% félagsmanna.

Já sögðu 130 eða 70%

Nei sögðu 56 eða 30%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Eining-Iðja

 

Á kjörskrá voru 2461 manns og af þeim greiddu 778 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 660 eða 85%

Nei sögðu 101 eða 13%

Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 2%

 

Stéttarfélag Vesturlands

 

Á kjörskrá voru 328 manns og af þeim greiddu 105 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 93 eða 89%

Nei sögðu 11 eða 10%

Auðir og ógildir seðlar voru 1 eða 1%

 

Stéttarfélagið Samstaða

 

Á kjörskrá voru 257 manns og af þeim greiddu 116 atkvæði eða 45% félagsmanna.

Já sögðu 102 eða 88%

Nei sögðu 10 eða 9%

Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 3%

 

Verkalýðsfélag Grindavíkur

 

Á kjörskrá voru 453 manns og af þeim greiddu 25 atkvæði eða 6% félagsmanna.

Já sögðu 23 eða 92%

Nei sögðu 2 eða 8%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Verkalýðsfélag Snæfellinga

 

Á kjörskrá voru 1103 manns og af þeim greiddu 205 atkvæði eða 18% félagsmanna.

Já sögðu 182 eða 89%

Nei sögðu 19 eða 9%

Auðir og ógildir seðlar voru 5 eða 2%

 

Verkalýðsfélag Suðurlands

 

Á kjörskrá voru 380 manns og af þeim greiddu 182 atkvæði eða 48% félagsmanna.

Já sögðu 168 eða 92,3%

Nei sögðu 8 eða 4,4%

Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 3,3%

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

 

Á kjörskrá voru 649 manns og af þeim greiddu 285 atkvæði eða 44% félagsmanna.

Já sögðu 277 eða 97%

Nei sögðu 6 eða 2%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 1%

 

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

 

Á kjörskrá voru 50 manns og af þeim greiddu 9 atkvæði eða 18% félagsmanna.

Já sögðu 8 eða 89%

Nei sögðu 1 eða 11%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis

 

Á kjörskrá voru 309 manns og af þeim greiddu 129 atkvæði eða 42% félagsmanna.

Já sögðu 116 eða 89,9%

Nei sögðu 7 eða 5,4%

Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 4,7%


Meginmarkmið Starfsgreinasambandins í höfn með nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins.

Kröfugerð samninganefndar Starfsgreinasambandsins var kynnt Samtökum atvinnulífsins 6. desember s.l. en kjarasamningurinn rann út þann 30. nóvember. Síðan eru liðnir fimm mánuðir í erfiðum og vandasömum viðræðum en nú er samningur loks í höfn. Vegna þessarar tafar gerir samningurinn ráð fyrir eingreiðslu að fjárhæð kr. 50.000 fyrir lok maí en launahækkanir koma svo til framkvæmda 1. júní. Margar bókanir (alls 21) um sérmál starfsgreinasviðanna og breytingar á aðalkjarasamningi sambandsins náðu fram að ganga þó þær verði ekki tíundaðar hér í bili.

Það var meginmarkmið samninganefndar Starfsgreinasambandsins að endurheimta þann kaupmátt sem glatast hefur frá upphafi efnahagshrunsins, minnka atvinnuleysið og tryggja hinum lægst launuðu auknar kjarabætur. Sá samningur sem undirritaður var í dag er veigamikill þáttur í þeirri vegferð, upphaf að endurreisninni. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld þurftu að koma að málinu saman svo væntingar gangi eftir og verðbólga drekki ekki kjarabótunum. Krafan um 200 þúsund króna lágmarkslaun strax náðist ekki. Hún kemur hins vegar í áföngum, fer úr kr. 165 þús. í kr. 182 þús. 1. júní og svo 193 þúsund 1. febrúar 2012 og loks í 204 þús. krónur 1. febrúar 2013, en hækkunin er tæp 24% á samningstímanum.

Það var skýr krafa okkar allan tíman að krónutöluhækkun kæmi á launataxtana, enda kemur það þeim sem vinna á strípuðum launatöxtum mun betur. Okkur hefur því tekist enn eina ferðina að verja og bæta kaupmátt hinna lægst launuðu, allt að 13% á samningstímanum. Þá hefur einnig tekist að ná fram umframhækkun í fiskvinnslu og ræstingu, en reiknitölur í bónus- og ákvæðisvinnu hafa setið eftir í kjarasamningum liðinna ára. Það er nú lagfært verulega.

 

Samningurinn gerir ráð fyrir  annars vegar almennum launahækkunum þann

1. júní 2011           4,25%

1. febrúar 2012     3,5%

1. febrúar 2013     3,25%

 

Launatafla Starfsgreinasamandsins hækkar þó meira, eins og áður sagði, eða um 12.000 krónur 1.júní n.k. og svo um 11.000 kr. árin 2012 og 2013.

 

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki verða:

1. júní 2011           kr. 182.000 á mánuði.

1. febrúar 2012     kr. 193.000 á mánuði

1. febrúar 2013     kr. 204.000 á mánuði.

 

Samningurinn verður birtur í heild sinni hér á vefnum á morgun en hann og samningur Flóafélaganna er sambærilegur í öllum meginatriðum.