Hafa samband

Ekkert samráð við fiskvinnslufólk

Í morgun varð boðað til fundar að hálfu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis þar sem kynntar voru tillögur að nýju frumvarpi um fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir hagsmunasamtökum í atvinnugreininni. Starfsgreinasamband Íslands var ekki boðað á þennan fund, en um 5000 félagsmenn samtakanna starfa við fiskvinnslu. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðuneytið boðar ekki hagsmunasamtök fiskvinnslufólks á sinn fund þegar málefni sjávarútvegs eru rædd og hefur athugasemd verið komið á framfæri við aðstoðarmann ráðherra.

 

 


Kynningar fyrir stjórnir aðildarfélaga um nýtt framtíðarskipulag

Starfshópur starfsháttanefndar Starfsgreinasambandsins heldur þessa dagana kynningarfundi víðsvegar um framtíðarskipulag SGS.  Á fundunum munu fulltrúar úr starfshópnum ásamt Kristján Bragason framkvæmdastjóri kynna tillögur starfshópsins um breytingar á lögum SGS sem snúa að hlutverki SGS og uppbyggingar á stjórnkerfi sambandsins. Að auki eru tillögur um nokkrar nýjar reglugerðir sem eiga að bæta þjónustu og starfsemi sambandsins gagnvart aðildarfélögum.
Á næstu vikum munu stjórnir aðildafélaga SGS fjalla um tillögurnar og gefst þeim tækifæri á að koma með ábendingar og athugasemdir við tillögurnar fyrir 13. apríl næstkomandi, áður en starfshópurinn leggur endanlegar tillögur fyrir framhaldsþing sambandsins sem haldið verður 11. maí 2012.

Á sambandsþingi Starfsgreinasambandsins (SGS) þann 13. október 2011 var samþykkt tillaga um sérstakan sjö manna starfshóp sem var falið að endurskoða hlutverk, starfsemi, stjórnkerfi, rekstur og lög sambandsins. Í starfshópinn voru skipuð, Aðalsteinn Á Baldursson (Framsýn), Björn Snæbjörnsson (Einingu-Iðju), Halldóra S. Sveinsdóttir (Báran), Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl), Kolbeinn Gunnarsson (Hlíf), Kristján Gunnarsson (VSFK) og Sigurður Bessason (Efling). Verkefni nefndarinnar hefur verið að endurskoða hlutverk og starfsemi SGS, einfalda stjórnkerfi þess og aðlaga rekstur að tekjum sambandsins.