Hafa samband

Nýr stofnanasamningur við Vegagerðina

Starfsgreinasamband Íslands og Vegagerðin hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Vegagerðinni sem starfa sbr. grein 11.1 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar, dags. 1. apríl 2014.


SGS undirritar nýjan kjarasamning við Landsvirkjun

Starfsgreinasamband Íslands hefur undirritað kjarasamning við Landsvirkjun sem tekur gildi þann 1. júní 2014. Samningurinn gildir til 28. febrúar 2015 líkt og aðrir samningar á hinum almenna vinnumarkaði. Helstu breytingar samningsins eru þær að laun taka almennum hækkunum í samræmi við aðra samninga á vinnumarkaði en auk þess er samið um eingreiðslu, kr. 90.000 krónur miðað við fullt starf frá 1. janúar til 31. maí 2014. Orlofsuppbót verður 105.933 krónur á þessu ári og desemberuppbót verður einnig 105.933 krónur. Í samningnum var viðurkennt að ræstingar þurfa að hækka sérstaklega og var því búið til nýtt starfsheiti „starfsmenn við stöðvarþrif“ sem tekur launaflokk 144, sama launaflokk og matráðskonur. Þetta þýðir fimm launaflokka hækkun til þeirra starfsmanna sem annast þrif.


Nýr stofnanasamningur við Skógrækt ríkisins

Starfsgreinasamband Íslands og Skógrækt ríkisins hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Skógrækt ríkisins sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS,  sbr. grein 11.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og SGS hins vegar, dags. 1.5.2011.


Átt þú rétt á orlofsuppbót?

Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn til að fá greidda orlofsuppbót. Þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu eiga að fá greidda orlofsuppbót þann 1. júní nk. en þeir sem starfa hjá sveitarfélögum þann 1. maí sl. Orlofsuppbót hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögum er kr. 39.000 árið 2014. Á almenna markaðinum og hjá ríkinu er hún kr. 39.500. Þetta á við um þá sem eru í 100% starfi.


Starfsmenn skyndibitastaða efna til mótmæla um allan heim

Starfsmenn skyndibitastaða víðsvegar um heiminn hafa lengi búið við bág launakjör og erfiðar vinnuaðstæður og víða er raunin sú að starfsmenn skyndibitastaða geta ekki lifað af launum sínum til að framfæra fjölskyldum sínum nema með annari vinnu eða mikilli yfirvinnu. Þar fyrir utan einkennist þessi starfsstétt af fáum risavöxnum keðjum sem skila gríðarlegum hagnaði – hagnaði sem skilar sér ekki til starfsmanna keðjanna. Nú hafa starfsmenn skyndibitastaða víðsvegar um heim tekið höndum saman í báráttunni fyrir bættum kjörum og hefur verið efnt til mótmælaaðgerða í dag, 15.  maí,  til að krefjast krefjast hærri launa og bættra starfsskilyrða.


Ályktanir aðalfundar Félags íslenskra félagsliða

Félag íslenskra félagsliða hélt sinn 11. aðalfund þann 5. maí sl. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:

Aðalfundur Félags íslenskra félagsliða 5. maí 2014 skorar á samninganefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga að viðurkenna menntun og störf félagsliða í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Félagsliðar hafa undanfarin ár lagt áherslu á að menntun þeirra sé viðurkennd til launa og störfin metin, en þess hefur ekki verið gætt sem skyldi hjá þeim félagsliðum sem starfa hjá sveitarfélögunum. Nú standa yfir samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga og því skorar aðalfundurinn á samninganefndina að láta þessar áherslur sjást í nýjum samningi.


Verkafólk hífir upp tekjurnar með yfirvinnu

Í nýjum Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem komu út 8. maí er fjallað um laun starfsstétta á almennum vinnumarkaði 2013. Verkafólk var með lægstu reglulegu launin árið 2013 í samanburði við aðrar starfsstéttir. Tæplega 90% verkafólks voru með regluleg laun undir 400 þúsund krónum að meðaltali á mánuði, en regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Regluleg laun verkakarla voru 321 þúsund krónur að meðaltali og regluleg laun verkakvenna voru 279 þúsund krónur að meðaltali.


Loftslagsbreytingar og almannahagur

Eitt af mikilvægustu málefnum dagsins í dag eru loftlagsbreytingar af mannavöldum og neikvæðar afleiðingar þeirra fyrir komandi kynslóðir. Umhverfisbreytingar hafa víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar og lífskjör almennings. Alþjóðlegur samtakamáttur er eina leiðin til að vinna gegn þessari þróun og þar hefur verkalýðshreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna.