Hafa samband

Þekkir þú rétt þinn?

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“. Tilgangurinn með átakinu er að vekja unga einstaklinga, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í sumar, til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi sín og skyldur.


Er skítur í þínum hornum?

Ef þú greiðir manneskju 2.500 krónur á tímann fyrir að þrífa heima hjá þér ert þú sennilega að greiða undir lágmarkslaunum í landinu. Ef þú tekur 2.500 krónur á tímann fyrir að þrífa heima hjá fólki ert þú ekki að fá greitt sanngjarnt fyrir þína vinnu. Ef þú greiðir eða færð greitt  svart ert þú að brjóta lög.


Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni í veitingageiranum

Starfsgreinasamband Íslands átti frumkvæði að því að sækja um styrk til Norðurlandaráðs til að halda Norræna ráðstefnu um staðalmyndir og kynferðislega áreitni á hótelum, veitingastöðum og í ferðamannaiðnaðinum. Samstarfsaðilar eru verkalýðsfélög á Norðurlöndunum sem starfa innan þessara greina auk Norrænu samtakanna NU-HRCT (Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum). Verkefnið hlaut styrk úr jafnréttissjóði Norðurlandaráðs og hefst undirbúningur á haustdögum og ráðstefnan sjálf verður haldin næsta vor á Íslandi.


SGS á Nordisk forum

Sextíu konur frá Starfsgreinasambandinu hafa síðustu daga setið Norrænu kvennaráðstefnuna Nordisk forum í Malmö í Svíþjóð. Ráðstefnan hefur ekki verið haldin síðustu 20 ár og var mál kvenna að tími væri til kominn til að Norrænar konur kæmu saman og ræddu verkefnin framundan og hvernig mætti verja það sem hefur áunnist. Alls voru tæplea 400 konur frá Íslandi á ráðstefnunni en hún taldi milli 10 og 20 þúsund þátttakendur. Dögunum í Malmö verður best lýst sem hlaðborði af menningu, fyrirlestrum, umræðum og öðrum viðburðum og létu Starfsgreinasambandskonur sitt ekki eftir liggja.


Stofnanasamningur við Veðurstofuna

Gengið var frá stofnanasamningi við Veðurstofuna í fyrsta sinn í dag. Aldrei hefur stofnanasamningur verið í gildi á milli SGS og Veðurstofunnar en starfsfólkið sem samningurinn snertir starfar við mælagæslu, úrkomumælingar og skeytastöðvar vítt og breitt um landið. Starfsfólk mun hækka um allt að 7 launaflokka eftir menntun, starfsaldri og eðli starfs en það mun gerast í áföngum. Tveggja launaflokka hækkun kemur til strax næstu mánaðarmót og svo aftur um næstu mánaðarmót ef starfsfólk uppfyllir slík skilyrði.