Hafa samband

Formenn lýsa þungum áhyggjum af ferðaþjónustunni

Fram kom í máli margra formanna sem sátu samninganefndarfund hjá Starfsgreinasambandinu á fimmtudaginn var, að ástandið í kjaramálum fólks sem starfar innan ferðaþjónustunnar hefur aldrei verið jafn slæmt. Í sumar hafa komið óvenju mörg mál inn á borð stéttarfélaganna sem fjalla um að ekki eru greidd laun samkvæmt kjarasamningum. Einn fundarmanna gekk svo langt að segja: „Það er varla að það komin inn launamanneskja með rétt laun í veitingabransanum.“ Fundarmenn voru sammála um að ekki væri endilega um að ræða svik og pretti heldur væru atvinnurekendur oft illa upplýstir um kjarasamninga og leita sér ekki réttra upplýsinga.


Samninganefnd SGS hefur kjarabaráttu vetrarins

Í dag kom samninganefnd Starfsgreinasambandsins saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara. Um var að ræða fyrsta formlega fund nefndarinnar í haust. Í nefndinni sitja formenn allra þeirra aðildarfélaga sem veitt hafa sambandinu umboð til kjarasamningsgerðar við Samtök atvinnulífsins – alls 16 talsins um allt land.


Jafnrétti í 40 ár

Norðurlöndin hafa átt með sér samstarf um jafnréttismál í 40 ár og fögnuðu því með ráðstefnu í Reykjavík í gær (þriðjudaginn 26. ágúst). Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Eygló Harðardóttir velferðarráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir og Margot Wallström, sem unnið hefur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum í stríðsátökum. Hún hefur einnig gegnt ráðherradómi í Svíþjóð.


Annasamur vetur framundan

Starfsgreinasamband Íslands hefur að undanförnu skipulagt vetrarstarfið, en ljóst er að verkefnin sem bíða eru bæði mörg og krefjandi. Þar mun eðli málsins samkvæmt mæða mest á gerð nýrra kjarasamninga, en kjarasamningar SGS og Samtaka atvinnulífsins verða lausir þann 28. febrúar næstkomandi, sem og allir sérkjarasamningar sambandins. Þá renna samningar SGS við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga út 30. apríl 2015. Formleg vinna við gerð nýrra samninga hefst í þessari viku þegar samninganefnd SGS kemur saman og fundar.


Starfsgreinasamband Íslands höfðar mál gegn Vísi hf.

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur höfðað mál f.h. Framsýnar stéttarfélags gegn Vísi hf. fyrir Félagsdómi þar sem þess er krafist að viðurkennt verði að rekstrarstöðvun sem Vísir hf. boðaði þann 1. apríl sl. hafi falið í sér brot á kjarasamningi SGS og SA. Hin boðaða rekstrarstöðvun var sögð vera vegna hráefnisskorts og því var starfsfólk sent heim án launa eins og tilvitnað kjarasamningsákvæði heimilar.


Áhugaverðar ráðstefnur um vinnumál

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014, en Norræna ráðherranefndin samanstendur af tíu minni ráðherranefndum þar sem norrænir fagráðherrar funda reglulega um málefni sem tengjast þeirra starfssviði, þar á meðal vinnumál. Í tengslum við formennsku Íslands í ár verður í boði fjöldi áhugaverðra viðburða, m.a. um málefni vinnumarkaðarins. Meðal viðburða sem eru á döfinni má nefna ráðstefnu um ráðstefnu um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum, ráðstefnu um hlutastörf, kyn og dreifingu tekna og ráðstefnu um jöfn laun á Norðurlöndunum. Frekari upplýsingar um viðburðina, s.s. um dagskrá, staðsetningu og skráningu, má nálgast hér.


Ert þú á jafnaðarkaupi?

Starfsgreinasambandið fagnar þeirri miklu umræðu sem hefur verið um jafnaðarkaup í veitingageiranum sérstaklega. Stéttarfélögin hafa undanfarin ár vakið athygli ungs fólks á réttindum sínum, bæði með auglýsingum, bréfum, fjölmiðlaátökum og í gegnum samfélagsmiðla. Þetta virðist hafa borið árangur enda fjölmiðlaumræða mikil og stéttarfélög um allt land hafa varla undan að svara erindum, reikna út laun og í kjölfarið sækja leiðréttingu á launum fyrir starfsfólk.