Hafa samband

Atvinnuþátttaka 82,4% á íslenskum vinnumarkaði

Samkvæmt nýjustu Hagtíðundum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn voru að jafnaði 190.400 manns á aldrinum 16–74 ára á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2014. Þetta þýðir um 1% fjölgun frá sama tíma ári áður og 82,4% atvinnuþátttöku. Fjöldi fólks utan vinnumarkaðar var 40.800 og er það fjölgun um 3,8%. Atvinnuþátttaka kvenna var 79,4% og karla 85,3%. Þess má geta að á þriðja ársfjórðungi í fyrra voru alls 188.500 á vinnumarkaði eða 82,7% atvinnuþátttaka og utan vinnumarkaðar voru þá 39.300. Atvinnuþátttaka kvenna var þá 79,8% og karla 85,7%.


41. þing ASÍ afstaðið

Þriggja daga þingi Alþýðusambands Íslands lauk síðastliðinn föstudag, en þingið var að þessi sinni haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið sátu rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan ASÍ. Þar af komu 109 þingfulltrúar frá félögum innan Starfsgreinasambandsins.


41. þing Alþýðusambands Íslands

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst á morgun (miðvikudag) á Hilton Reykjavik Nordica og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Samfélag fyrir alla – jöfnuður og jöfn tækifæri. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Á þinginu verða tillögur að breytingum á lögum ASÍ teknar til umfjöllunar, skýrsla forseta ASÍ verður kynnt, ályktanir samdar, ásamt fleiri dagskrárliðum.


Vegið að jafnrétti til náms

“Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands krefst þess að fyrirhugaðar breytingar á umhverfi framhaldsskólanna, sem munu bitna af þunga á nemendum eldri en 25 ára, verði endurskoðaðar. Íslenskar aðstæður eru um margt sérstakar og varhugavert að heimfæra stöðuna á Norðurlöndum upp á Ísland. Hér á landi hefur ungt fólk haft aðgang að vinnumarkaðnum, ólíkt nágrannalöndunum, sem gerir það að verkum að oftar verður rof í námi. Brottfall er mikið og ber að vinna gegn því en ekki síður þurfa dyr skólanna að vera opnar fyrir endurkomu. Sú aldursmismunun sem ráðherra boðar með því að hefta endurkomu nemenda yfir 25 ára aldri inn í framhalsskólana verður til þess að takmarka möguleika fólks til menntunar og brýtur í bága við stefnu um hækkun menntunarstigs þjóðarinnar. Fækkun nemendaígilda kemur sérstaklega illa við fámennari framhaldsskóla og kippir jafnvel grundvellinum undan skólum í dreifðari byggðum.


Verkalýðssfélag Akraness fagnar 90 ára afmæli

Í dag, 14. október 2014, fagnar Verkalýðssfélag Akraness (VLFA) 90 ára afmæli sínu. Félagið hefur fagnað stórafmælinu á ýmsan hátt að undanförnu, m.a. með útgáfu á afmælisblaði félagsins og tvennum tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. Í dag lauk svo formlegum hátíðarhöldum með opnu húsi á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16. Boðið var upp á léttar veitingar og mættu fjölmargir gestir til fagna tímamótunum.


Aldan: Fjárlagafrumvarpið nagli í líkkistu velferðarsamfélagsins

Stjórn Öldunnar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með stefnu ríkisstjórnar Íslands  sem birtist við gerð fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi.


Verk Vest mótmælir harðri og óvæginni aðför að launafólki

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfjarða fundaði á Þingeyri í gær þar sem harðri og óvæginni aðför að launafólki var m.a. mótmælt. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:


Trúnaðarráð StéttVest mótmælir árásum á launafólk

Stéttarfélag Vesturlands hélt fund með trúnaðarráði og trúnaðarmönnum félagsins 2. október síðastliðinn þar sem eftirfarandi ályktun um nýtt fjárlagafrumvarp var samþykkt:


Afmælisráðstefna Verkakvennafélagsins Framsóknar

Næstkomandi föstudag (10. október) mun standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands standa fyrir málþingi í Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag, en yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Á dagskrá verða fjölmörg áhugaverð erindi og má þar á meðal nefna erindi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Tekið skal fram að ráðstefnan er opin öllum og ekki nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega.


Grímulaus leið misskiptingar og ójöfnuðar

Félagsfundur Bárunnar stéttarfélags samþykkti þann 6. október  ályktun um þá grímulausu leið misskiptingar og ójöfnuðar sem einkennir orðið íslenskt samfélag, eins og segir í ályktuninni.


Síða 1 Af 212