Hafa samband

Ný Gallup könnun

Ennþá er mikill stuðningur við hækkun lægstu launa

Útdráttur:   Ríflega sjö af hverjum tíu telja að launamunur hafi aukist á síðast liðnum fimm árum.  Þá er yfirgnæfandi stuðningur við hækkun lægstu launa umfram almenna hækkun líkt og undanfarin ár

Hér eru helstu niðurstöður úr könnuninni

Könnunin í heild sinni er hér

 

 

Source: Hlíf


Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2014 verður haldinn fimmtudaginn 4. desember á Hótel Natura, kl. 13:15-16:30, en yfirskrift fundarins að þessu sinni er “Árangur og framtíð framhaldsfræðslu”. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL.


Af Evrópuvettvangi: Þing EFFAT í Vín 20.-21. nóvember 2014

Þingi EFFAT (Evrópsk samtök starfsfólks í matvælaiðnaði, landbúnaði og ferðaþjónustu) í Vínarborg er nýlokið en þingið er haldið á fjögurra ára fresti. Fulltrúi Starfsgreinasambandsins á þinginu var Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS. MATVÍS átti einnig fulltrúa á þinginu, Þorstein Gunnarsson og til gamans má geta að fyrrum framkvæmdastjóri SGS, Kristján Bragason, var fulltrúi á þinginu í gegnum samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum en Kristján er þar framkvæmdastjóri. Enn fremur er gaman að segja frá því að Kristján var kjörinn annar varaforseta ferðaþjónustudeildarinnar innan EFFAT, en samtökin skiptast í 14 deildir eftir bæði starfsgreinum, og svæðum innan Evrópu auk þess sem starfsrækt er kvennanefnd og ungliðanefnd.


Af Evrópuvettvangi: Unga fólkið

Í tengslum við þing EFFAT (evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði) hélt ungt fólk innan samtakanna sérstakt málþing. Gríðarlegt atvinnuleysi ungs fólks í kjölfar kreppunnar í Evrópu er mesta áhyggjuefnið en á Spáni er atvinnuleysi meðal ungs fólks til dæmis um 50%. Í upphafi málþingsins var sýnt myndband um stöðuna og slagorðið „ykkar kreppa – okkar framtíð“ hljómaði sterkt. Atvinnuleysið í sjálfu sér er afar slæmt en það veikir líka mjög stöðu þeirra sem eru með vinnu. Fólk gerir nánast hvað sem er til að komast með tærnar inn á vinnumarkaðinn og fólk vinnur jafnvel ólaunað á þjálfunartímabili. Svokallaðir núlltímasamningar eru allt of algengir en þá bindur fólk sig í ráðningarsamband með sveigjanlegt starfshlutfall og fólk veit aldrei fyrir víst hvort það vinnur þann daginn eða hvað það fær útborgað. Tímabundnir samningar eru sömuleiðis algengir.


Félagsfundur

 

Fundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2014. kl 17:30 í 

Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði

Dagskrá:

1.     Kjaramál / kynning á Gallupkönnun Flóabandalagsins.

2.     Áhrif vaktavinnu á líðan fólks og heilsufar,  frummælandi: Lára Sigurðardóttir læknir.

3.     Kosning  samningarnefndar.

4.     Kynning  á breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs

5.     Önnur mál

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum

Source: Hlíf


Aukinn réttur starfsfólks í heimaþjónustu

Þing EFFAT (evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði) er haldið 20. og 21. nóvember en í aðdraganda þess var haldin kvennaráðstefna með sérstakri áherslu á launuð heimilisstörf. Slík störf fyrirfinnast alls staðar í Evrópu og hefur fjölgað ört eftir því sem velferðarkerfi dragast saman og störf kvenna utan heimilis aukast. Margar fjölskyldur bregða á það ráð að kaupa þjónustu inn á heimili vegna þrifa, þvotta, barnagæslu og umönnun aldraðra. Staða fólk sem vinnur þessi störf hefur verið í brennidepli undanfarin ár enda er víða pottur brotinn. Alþjóða vinnumálastofnunin samþykkti til dæmis sérstaka samþykkt um heimilisstörf (Domestic Work Convention nr. C189) þar sem fjallað er um réttindi þeirra sem sinna launuðum heimilisstörfum. Samþykktin hefur ekki enn hlotið fullgildingu á Íslandi.


Nýtt vefrit um kjarasamninga SGS og BÍ

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands. Í ritinu er að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ritið er að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, undir efnisflokknum Félagsmál og Fræðsluefni.


Desemberuppbót 2014

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsmönnum sínum desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 2014  ásamt upplýsingum um rétt til desemberuppbótar skv. þeim kjarasamningum sem heyra undir SGS.


Þing EFFAT

4. þing EFFAT, evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði fer fram dagana 20.-21. nóvember næstkomandi og er þingið haldið í Vínarborg í Austurríki. Að þessu sinni verður kastljósinu beint að þeim skelfilegu áhrifum sem fjármálakreppan hefur haft á lífs- og starfsskilyrði launafólks víðsvegar um Evrópu. Þingfulltrúum er jafnframt ætlað að móta stefnu samtakanna næstu fimm árin. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, verður fulltrúi SGS á þinginu, en öll aðildarfélög samtakanna er heimilt að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing EFFAT. Þess má geta að um 120 landssambönd með 2,6 milljón félagsmenn frá 38 löndum eiga aðild að samtökunum. Í tilefni af þinginu verður haldin kvennaráðstefna sem fer fram í dag, 19. nóvember.


Vel heppnaður fræðslufundur

Í gær stóðu Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Samtök Fiskvinnslustöðva (SF) fyrir fræðslufundi um afkastahvetjandi launakerfi í fiskvinnslum. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsakynnum Einingar-Iðju á Akureyri. Fundinn sóttu rúmlega 10 trúnaðarmenn sem starfa í fiskvinnslum á Akureyri, Dalvík, Sauðárkróki og víðar. Áður höfðu sambærilegir fundir verið haldnir bæði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík.


Síða 1 Af 212