Hafa samband

Nýr upplýsingabæklingur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Eining-Iðja, eitt af aðildarfélögum SGS, ákvað nýlega að láta útbúa bækling með ýmsum upplýsingum fyrir þá sem vinna í ferðaþjónustu, sbr. veitingastöðum, hótelum, gistiheimilum eða í afþreyingarferðaþjónustu. Í bæklingnum er m.a. fjallað um lágmarkshvíld, jafnaðarkaup, vaktavinnu, að reynslutími eða starfsþjálfun er líka vinna og margt fleira. SGS hvetur starfsfólk í ferðaþjónustu til að kynna sér innihald bæklingsins nánar og vera meðvitað um réttindi sín.

Hér má skoða bæklinginn á pdf-formi.


Starfsgreinasambandið undirbýr næstu skref

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands veitti í dag samningaráði sambandsins umboð til að vísa kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði. 


Dagvinnulaun íslensks verkafólks allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum

Mikið hefur verið fjallað að undanförnu um laun á Íslandi í samanburði við kjör launafólks á hinum Norðurlöndunum, en lítið hefur verið um haldbærar upplýsingar um hver þessi munur er. Undanfarin ár hafa hagstofur innan ESB og EES landanna unnið að samræmingu hagskýrslugerðar um laun og tekjur einstakra starfsstétta. Því er orðið mun auðveldara að bera saman laun eftir starfsstéttum en áður var. Í þessari úttekt er litið til reglulegra dagvinnulauna á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum árið 2013.


Kjarakröfur SGS birtar atvinnurekendum

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) afhenti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga.

Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.


Skýrsla um færniþörf á vinnumarkaði

Skýrslan “Færniþörf á vinnumarkaði – horfur til næstu 10 ára” er komin út. Skýrslan er unnin af Karli Sigurðssyni fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefninu “Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun”. Í skýrslunni er að finna almennt mat á framtíðarhorfum á íslenskum vinnumarkaði og hvers konar færni megi vænta að verði þörf fyrir á vinnumarkaði næsta áratug. Reynt er að tvinna saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum, s.s. tölfræðilegum gögnum Hagstofu og sambærilegra erlendra aðila, rannsóknarskýrslum og fræðigreinum sem snerta þróun efnahagsmála, vinnumarkaðar, menntunar og mannaflaþarfar. Um er að ræða áhugaverða tilraun til að meta þá færni sem íslenskur vinnumarkaður mun kalla eftir á næstu árum. Mikilvægt er að þessi vinna verði þróuð frekar og dýpkuð í samræmi við það sem þær aðferðir sem nágrannaþjóðir okkar í Evrópu hafa verið að þróa. Það er síðan m.a. hlutverk menntayfirvalda, framhaldsskólanna og fullorðinsfræðslustofnana og náms- og starfsráðgjafa að nýta slíka vinnu við stefnumótun, framkvæmd og ráðgjöf.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.


Næsta skref – nýr vefur

Vefurinn næsta skref, upplýsingavefur um nám og störf, var opnaður á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í desember síðastliðinn, en markmið vefsins er að veita einstaklingum upplýsingar og aðgengi að ráðgjöf um störf á íslenskum vinnumarkaði, námsframboð þeim tengdum og raunfærnimatsleiðir. Vefurinn er ein af afurðum IPA verkefnis Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins “Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun”. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) unnu sameiginlega að þróun vefsins í samráði og samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila, s.s. starfsgreinaráð, fagfélög og fræðsluaðila.


Kröfugerð SGS mótuð

Samninganefnd SGS hittist á löngum fundi í Karphúsinu í gær til að móta kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga. Áður höfðu félögin sent sínar eigin kröfugerðir inn til SGS. Eftir góðar umræður samþykkti nefndin samhljóða sameiginlega kröfugerð sem afhent verður Samtökum atvinnulífsins næstkomandi mánudag. Mikill hugur var í fundarmönnum og samstaðan ríkjandi.


Atvinnuþátttaka mælist 80%

Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem gerð var í desember sl., mældist atvinnuþátttaka hér á landi 80%. Það þýðir að af þeim 183.700 manns sem voru að jafnaði á vinnumarkaði voru 175.800 af þeim starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuleysi mældist því 4,3%. Atvinnuþátttaka Íslendinga hefur minnkað um 0,8% ef miðað er við sama tíma fyrir ári síðan, en atvinnuleysi minnkað um 0,1%.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar external link icon.


Formenn aðildarfélaga SGS gefa tóninn fyrir komandi kjarasamninga

Formenn aðildarfélaga SGS hafa að undanförnu látið vel í sér heyra í hinum ýmsu fjölmiðlum í þeim tilgangi að gefa tóninn fyrir komandi kjarasamningsviðræður og leggja mat sitt á stöðuna sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði. Fjöldi frétta, viðtala og greina hafa birst í héraðsmiðlum og víðar að undanförnu þar sem formenn félaganna hafa látið skoðanir sínar í ljós.


Félagsfundir um allt land – launakröfur mótaðar

Aðildarfélög innan SGS eru nú í óða önn við að móta launakröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga, en samningar á almennum vinnumarkaði renna út 28. febrúar næstkomandi. Að undanförnu hafa félögin boðað til fjölda félags- og kjaramálafunda á sínum félagssvæðum og eru fleiri fundir fyrirhugaðir á næstu dögum. Fundirnir hafa almennt verið vel sóttir sem gefur sterka vísbendingu um að hugur er í verkafólki fyrir komandi samninga. Þá hafa fulltrúar stéttarfélaganna verið iðnir við að heimsækja vinnustaði til að ræða við sína félagsmenn um þeirra vonir og væntingar. Aðildarfélög SGS hafa frest til 22. janúar næstkomandi til að skila inn sínum kröfugerðum, en þann sama dag mun samninganefnd SGS hittast til að móta sameiginlega kröfugerð sambandins.


Síða 1 Af 212