Hafa samband

Ályktun formannafundar Starfsgreinasambands Íslands varðandi vaxtamál

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS föstudaginn 27. febrúar 2015:

Formannafundur SGS tekur undir gagnrýni um mikinn og ólíðandi vaxtamun viðskiptabankanna á Íslandi. Það liggur fyrir að mörg heimili og fyrirtæki hérlendis berjast í bökkum vegna þeirra okurvaxta sem þeim standa til boða.

Það liggur líka fyrir að sá vaxtamunur sem hér ríkir þekkist varla í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Þessi mikli vaxtamunur og okurvextir leggjast þungt á skuldsetta alþýðu þessa lands.

Bankakerfið á Íslandi olli íslensku samfélagi gríðarlegum skaða og það er algerlega ótækt  að bönkunum, sem yfirtóku lánasöfn almennings og fyrirtækja með miklum afslætti eftir hrun, skuli í skjóli fákeppninnar leyfast að níðast áfram á almenningi með okurvöxtum og gjaldskrárhækkunum.

Fundurinn fagnar því að forsætisráðherra skuli standa með launafólki í þessu mikla hagsmunamáli  sem vaxtakjör fjármálakerfisins er, ásamt því að taka undir kröfur SGS vegna komandi kjarasamninga,  enda eru hér um brýnustu hagsmunamál alþýðunnar að ræða.

Fundurinn skorar á ríkisstjórnina, Alþingi og fjármálakerfið í heild sinni að taka höndum saman um að skapa hér eðlilegt og sanngjarnt lánaumhverfi þar sem vextir og önnur kjör fjármálakerfisins verði eins og í siðmenntuðum löndum.


Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar

Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 10. apríl 2015.

Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni. Ráðstefnan er opin öllum en sérstaklega er óskað eftir þátttöku starfsfólks innan ferðaþjónustunnar, trúnaðarmanna, starfsfólks stéttarfélaga og atvinnurekenda. Á ráðstefnunni verða kynnt dæmi úr hinu daglega lífi, rannsóknir á Norðurlöndunum verða reifaðar og hvernig verkalýðsfélög hafa brugðist við vandanum. Þess er vænst að niðurstöður ráðstefnunnar verði kynntar víða, meðal aðila vinnumarkaðarins, meðal stjórnvalda og almennings.


Köllum eftir virðingu, skilningi og réttlæti!

Á fundi 23. febrúar síðastliðinn í samninganefnd Bárunnar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Báran, stéttarfélag fagnar þeim stuðningi sem er í þjóðfélaginu varðandi kröfur SGS um 300 þúsund innan þriggja ára. Jafnframt harmar félagið það skilningsleysi sem endurspeglar viðbrögð Samtaka atvinnulífsins.

Samninganefnd Bárunnar, stéttarfélags skorar á forsvarsmenn atvinnulífsins að endurskoða afstöðu til þeirra krafna sem 16 félög í Starfsgreinasambandi Íslands hafa lagt fram, kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun innan þriggja ára. Krafan er í fullu samræmi við þau lágmarks neysluviðmið sem gefin hafa verið út af opinberum aðilum. Samningsaðilar á vinnumarkaði hljóta að hafa þá samfélagslegu skyldu að tryggja öllum laun sem duga til framfærslu, annað er ekki ásættanlegt í nútíma samfélagi. Fundurinn skorar á SA að koma að samningaborðinu og sýna launþegum þá virðingu að semja um laun sem endurspegla þau neysluviðmið sem viðurkennd eru í samfélaginu.


Eru kröfur verkafólks þess valdandi að allt fer á hvolf?

Verða kröfur verkafólks í væntanlegum samningaviðræðum þess valdandi að allt fer á hvolf í samfélaginu? Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis er aðili að SGS og fer samninganefnd SGS með samningsumboð fyrir félagið.

Aðeins er farið fram á það í kröfugerð SGS  að fólk geti skrimt af launum sínum. Kröfugerð SGS hljóðar uppá að við verðum búin að ná lægstu launum upp í lágmark 300.000 kr. innan þriggja ára úr þeirri smán sem er 201.137 kr. nú í dag. Einnig er mjög sanngjörn krafa hér á svæðinu að greiddur sé lágmarks bónus í fiski, desember- og orlofsuppbót hækkuð, tekin inn ný starfsheiti ásamt lagfæringar á launatöflu.


Órofa samstaða hjá SGS

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom saman til fundar í dag föstudag til að meta stöðuna í kjaraviðræðum. Í samninganefnd SGS sitja formenn allra aðildarfélaga sem veitt hafa sambandinu umboð í komandi kjarasamningum. Um morguninn fór fram fyrsti samningafundur við SA undir verkstjórn ríkissáttasemjara, en deilunni var vísað þangað í upphafi mánaðarins. Greint var frá umræðum á samningafundinum og var það skýr niðurstaða samninganefndar SGS að hugsa kjarabaráttuna sem nú stendur yfir til þriggja ára eins og kröfugerð SGS gerir ráð fyrir, en í henni er skýr krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun innan þriggja ára. Önnur landssambönd og stéttarfélög leggja til skammtímasamninga til eins árs en ljóst er að þau viðmið sem SGS  setti fram í sinni kröfugerð er gegnumgangandi í kröfum annarra félaga þó mismunandi áherslur séu varðandi útfærslur og tímaramma.


Dagvinnulaun verkafólks á Íslandi nærri þriðjungi lægri

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambandsins, ritar grein í nýjasta tölublað Vikudags, en greinina má lesa hér að neðan.

Á hátíðarstundum tölum við gjarnan um velferðarríkið Ísland.

Lífsgæðin sem við búum við í dag eru langt í frá sjálfsagður hlutur, þess vegna þurfum við reglulega að staldra við og taka stöðuna. Nú þegar kjaraviðræður eru framundan er einmitt heppilegur tími til að huga að þessum málum. Í velferðarríki hlýtur fólk að vera sammála um mikilvægi þess að almennt launafólk geti lifað sómasamlegu lífi af launum sínum, án óhóflegar yfirvinnu, til að framfleyta sér og sínum.


Samstaða skiptir höfuðmáli

Anna Júlísdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, ritar grein í nýjasta tölublað Akureyri vikublaðs þar sem hún fjallar m.a. um lýðræðislegan undirbúning kjaraviðræðnanna og mikilvægi þess að standa saman þegar á reynir. Anna skorar jafnframt á norðlenska atvinnurekendur að tjá sig opinberlega um kröfugerð SGS. Greinina í heild sinni má lesa hér að neðan.

Kjarasamningar renna senn út og verkalýðsfélög hafa á undan­förnum mánuðum undirbúið kröfugerðir sínar vegna komandi kjaraviðræðna. Starfsgreinasam­band Íslands fer með samningsum­boð fyrir sextán aðildar­félög, þeirra á meðal er Eining-Iðja.


Fylgist með á “Vinnan mín”

Starfsgreinasambandið hefur, frá árinu 2013, haldið úti Fésbókarsíðunni “Vinnan mín” til að miðla upplýsingum um kjara- og réttindamál til launafólks. Á næstunni mun SGS hins vegar nota síðuna í öðrum tilgangi, þ.e. til að upplýsa almenning um gang mála í kjarasamningaviðræðum. Á síðunni verða m.a. birtar vísanir í áhugaverðar fréttir, greinar og pistla sem og upplýsingar um mikilvægar dagsetningar og viðburði.

SGS hvetur sem flesta að fylgjast grannt með gangi mála og “líka” við síðuna.


Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum

Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, ritaði grein í Víkurfréttir í síðustu viku undir yfirskriftinni “Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum”. Í greininni skorar Magnús m.a. á atvinnurekendur í Grindavík að láta í sér heyra – hann efist um að þeir séu sömu skoðunar og forysta Samtaka atvinnulífsins hvað varðar kröfugerð SGS.

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir hörðum viðbrögðum talsmanna Samtaka atvinnulífsins við kröfugerð sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands í síðasta mánuði vegna komandi kjaraviðræðna. Sama dag og kröfugerðin var birt höfnuðu vinnuveitendur viðræðum og skelltu í lás, enda færi allt á hvolf í þjóðfélaginu yrði gengið að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Miðað við afstöðu vinnuveitenda er ljóst að verkafólk þarf að standa fast á kröfunum og þjappa sér saman um að ná fram réttlátum leiðréttingum. 


Ætlum við að sækja fram eða lepja dauðann úr skel?

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, birti skýra og skorinorta grein sl. föstudag þar sem hann skýtur m.a. föstum skotum á láglaunastefnu forsvarsmanna atvinnurekenda. Greinina í heild sinni má lesa hér að neðan.

Vilja félagsmenn í Verk Vest sætta sig við 3 – 4% launahækkanir eins og Samtök atvinnulífsins hafa boðið eða vilja félagsmenn fylkja sér um réttmætar kröfur samninganefndar félagsins um hækkun lægstu launa?

Þessari spurningu hvet ég allt launafólk til að svara og ákveða í framhaldinu hvort sótt verði fram með réttmætar kröfur um réttmætar kjarabætur eða lepja áfram dauðann úr skel. Launahækkun um 3 – 4% eins og Samtök atvinnulífsins hafa boðið gerir 7 – 9.000 króna launahækkun fyrir taxtafólkið okkar. Sú hækkun er ávísun á óbreytta ástand. Á sama tíma myndi 3 – 4% hækkun hjá stjórnendum innan SA gefa þeim frá 45 – 100.000 krónur eða allt að hálfum verkamannalaunum í hækkun á mánuði! Er eitthvað réttlæti í slíku?


Síða 1 Af 212