Hafa samband

Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða.


Ríkisstarfsmenn fá 20.000 krónur í apríl

Í samkomulagi sem SGS undirritaði við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning SGS við ríkið. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og á að greiðast þann 1. apríl næstkomandi. Hún miðast við þá sem voru í fullu starfi í febrúar 2015, en þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.


Atkvæðagreiðsla í fullum gangi – gríðarlegur meðbyr

Þessa dagana stendur yfir atkvæðakvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunar 16 félaga innan Starfsgreinasambandsins, en í henni munu ríflega 10.000 manns, þ.e. verkafólk utan höfuðborgarsvæðisins, taka afstöðu til hvort boðað verði til viðamikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi til að þrýsta á atvinnurekendur að mæta sanngjörnum launakröfum sambandsins. Það er því ekki ljóst ennþá hvort til verkfalls kemur, en það bendir aftur á móti margt til þess og sá mikli stuðningur sem SGS og aðildarfélög þess hafa fundið fyrir að undanförnu styðja það. Fjöldi fólks hefur haft samband símleiðis eða í tölvupósti til að lýsa yfir stuðningi sínum og hvatningu og  jafnframt hefur fjöldi atvinnurekanda haft samband og óskað eftir að gera samninga við sitt starfsfólk um 300.000 króna lágmarkslaun. Slíkum óskum er beint til Samtaka atvinnulífsins og eðlilegt að fyrirtæki sem eru í þeim samtökum þrýsti á um að allsherjarsamningar séu endurnýjaðir.


Ný fræðslumyndbönd

Undanfarna mánuði hefur ASÍ unnið að gerð nýrra fræðslumyndbanda sem eru einkum ætluð ungu fólki. Myndböndin hafa nú tekið á sig lokamynd og má nálgast á Netinu, nánar tiltekið á myndbandavefnum Youtube. Um er að ræða sex ný fræðslumyndbönd um ýmis kjara- og réttindamál. Í myndböndunum er t.a.m. fjallað um orlofsmál, ráðningarsamninga, vinnutíma og jafnaðarkaup. Myndböndin eru stutt og hnitmiðuð og er boðskapnum komið á framfæri á eins skýran hátt og unnt er. Eins og áður sagði eru myndböndin aðallega ætluð ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum, en þó ætti fólk á öllum aldri að geta haft gagn og gaman af. Nú þegar hafa myndböndin verið prufukeyrð í nokkrum framhaldsskólum þar sem þau hafa fengið afar góð viðbrögð til þessa.

Myndböndin má nálgast hér.


Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin!

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.


Ósk um virðingu og skilning í launabaráttunni

Fulltrúar 16 stéttarfélaga innan SGS hafa nú reynt að ná fram sanngjarnri lendingu í kjaraviðræðum með krónutöluhækkunum sem byggir á að hækka lágmarkslaun verkafólks í 300.000 krónur innan 3ja ára.

Þessum kröfum sem mótaðar hafa verið af verkafólki í landinu grasrótinni og taka aðeins til lágmarks framfæslu eins og hún er gefin út af opinberum aðilum. Þessum sanngjörnu kröfum hafna fulltrúar atvinnurekenda alfarið og neita að ræða við þessi félög um krónutöluleiðina.

Fulltrúar þessara 16 félaga sáu því engan tilgang í að halda viðræðum áfram og slitu viðræðunum.


Nú reynir á samstöðu launafólks

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands er sanngörn, megin krafan er að lægstu launin verði komin upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Á samningafundi í síðustu viku fengu aðildarfélög Starfsgreinasambandsins skýr skilaboð frá vinnuveitendum um að ekki væri vilji til að ræða frekar okkar sjálfsögðu kröfur. Þeir segja að efnahagslíf þjóðarinnar fara rakleitt á hausinn, hækki lægstu launin umfram 3-4%.  Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákvað því að slíta viðræðum við vinnuveitendur, enda ekkert um að tala lengur.


Boða til verkfalla nema skýrri kröfu um 300 þús. króna lágmarkslaun verði mætt

Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir um ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað til umfangsmikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi. Viðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins var slitið fyrir sléttri viku síðan en mikið skildi þá á milli samningsaðila og ekkert þokaðist í samningsátt. Samtök atvinnulífsins hafið haldið fast við þá stefnu að laun almenns verkafólks hækki ekki um meira en 3-4%. Í krónum talið þýðir það hækkun grunnlauna um 6.000-9.500 kr. Slíkt er algerlega óviðunandi og var samninganefnd Starfsgreinasambandsins því knúin til að slíta viðræðunum og hefja undirbúning aðgerða.


Blaðamannafundur á Akureyri í dag: Næstu skref í aðgerðum vegna kjarasamninga

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) boðar til blaðamannafundar í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Fundurinn fer fram í Norðursalnum á 5. hæð. Á fundinum verður kynnt áætlun um fyrirhuguð verkföll til að knýja fram endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Meðal þess sem kynnt verður er tímasetning og umfang aðgerðanna.


Hvatningarorð streyma inn!

Eftir að Starfsgreinasambandið var knúið til að slíta viðræðum við SA síðastliðinn þriðjudag hafa baráttu- og hvatningarorð streymt um netheima og símalínur. Ljóst er að fólki misbýður framganga viðsemjenda gagnvart almennu launafólki og það er ekki bara forysta SGS sem er tilbúin til að láta sverfa til stáls – almennt verkafólk er tilbúið í slaginn!


Síða 1 Af 212