Hafa samband

Mikill stuðningur erlendis frá

Eins og fram kom í frétt hér á vef SGS í gær þá hefur sambandinu borist stuðningur úr allskyns áttum að undanförnu, ekki síst erlendis frá. Fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu hafa sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Um er að ræða gríðarlega fjölmenn og öflug samtök launafólks og er því um afar víðtækan stuðning að ræða. Hingað til hafa sambandinu m.a. borist yfirlýsingar frá eftirtöldum samtökum (athugið að listinn er ekki tæmandi):


9 af hverjum 10 styðja kröfuna um 300 þús. krónur á mánuði

91,6% landsmanna eru hlynnt kröfum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um að hækka lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði í 300.000 krónur á mánuði miðað við fullt starf, innan þriggja ára. Aðeins 4,2% eru andvíg kröfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Gallup.


SGS berst stuðningur erlendis frá

Stuðningur við kröfur og aðgerðir Starfsgreinasambandsins hefur verið gríðarlegur að undanförnu. Þar á meðal má nefna stuðningsyfirlýsingar stjórnmálaflokka, fjölmiðla og fjölda annarra.

Stuðningurinn er ekki bara bundinn við aðila hér innanlands því erlend systursamtök SGS eru byrjuð að senda sambandinu stuðningsyfirlýsingar fyrir átökin sem framundan eru. SGS hefur t.a.m. borist stuðningsyfirlýsing frá IUF, alþjóðlegum samtökum launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði. Í yfirlýsingunni lýsa samtökin yfir fullum stuðningi við réttlátar kröfur og aðgerðir SGS og hvetja til víðtækrar samstöðu með félagsmönnum sambandsins í kjarabaráttunni.


Baráttudagur verklýðsins haldinn hátíðlegur um land allt

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Einkunnarorð 1. maí í ár eru Jöfnuður býr til betra samfélag. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig í stafrófsröð. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, sýna samstöðu og brýna sig í kjarabaráttunni sem framundan er!


Skipulag aðgerða SGS – dagsetningar

Eins og flestum er kunnungt munu 16 félög Starfsgreinasambandsins hefja verkallsaðgerðir á hádegi næstkomandi fimmtudag, en þá munu um 10.000 manns leggja niður störf víðs vegar um landið. Starfsgreinasambandinu hefur borist þó nokkuð af fyrirspurnum um skipulag aðgerðanna, þ.e. dagsetningar verkfallsins, en skipulagið er eftirfarandi: 


Verkfall hefst á fimmtudag

Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins samþykktu með afgerandi hætti að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum sínum og þrýsta á um gerð nýrra kjarasamninga. Þegar þetta er ritað á mánudagi 27. apríl lítur út fyrir að verkfall bresti á enda eru engar viðræður í gangi að heitið geti. Samtök atvinnulífsins hafa ekki sýnt neina tilburði til að koma til móts við kröfur SGS, þvert á móti hafa samtökin hafnað kröfunum alfarið og telja þær ekki viðræðugrundvöll. Ósveigjanleiki SA hefur því knúið launafólk til að nýta það neyðarúrræði sem verkföll eru. Svo virðist hins vegar sem samtök atvinnurekenda gangi ekki í takt við fyrirtækin sem eiga aðild að þeim enda linnir varla fyrirspurnum til aðildarfélaga SGS um hvernig megi komast hjá verkfalli. Atvinnulífið virðist vera að vakna upp við vondan draum þegar það stendur frammi fyrir samtakamætti launafólks.


95% samþykkja verkfall

Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær.

Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu. Kjörsóknin var umtalsvert meiri en væntingar verkalýðsfélaganna höfðu staðið til.


Kosningu lýkur í kvöld

Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Starfsgreinasambandið hvetur alla sem eiga eftir að greiða atkvæði til að gera það hið fyrsta því aðeins þannig má hafa áhrif. Valdið er í höndum félagsmannanna sjálfra!


Ný skýrsla um stöðu og horfur á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um Stöðu og horfur á vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun.

Svo virðist sem fólki á vinnumarkaði muni fjölga heldur minna en sem nemur fjölgun starfa næstu ár og er mismunurinn nálægt 1.000 manns á ári. Atvinnulausum mun því fækka samsvarandi um nálægt 1.000 manns ári, sem er svipuð fækkun og verið hefur síðustu 4 ár samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi mun því áfram fara lækkandi og fara úr 5% á árinu 2014 í um 3,1% árið 2017 gangi hagvaxtarspár eftir. Fjölgun er einkum í greinum tengdum ferðaþjónustu.


Árangurslaus fundur: Engar tilllögur frá SA

Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks þann 30. apríl. Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fari upp í 300.000 kr. á næstu þremur árum.

Forsvarsmenn SGS segja að krafan njóti mikils stuðnings, ekki einungis meðal almennings heldur einnig meðal margra atvinnurekenda. Forsvarsmenn SA hafa hins vegar lýst því yfir að krafan sé óaðgengileg og muni setja efnahagslífið bókstaflega á hliðina.


Síða 1 Af 212