Hafa samband

Endurskoðað starfsmat sveitarfélaganna

Þau störf sem félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinsambandsins inna af hendi hjá sveitarfélögum eru metin í stigum eftir ákveðnu kerfi og fjöldi stiga segir til um hversu mikið er greitt fyrir hvert starf, þ.e. hvar það lendir í launatöflunni. Í þar síðustu kjarasamningum var ákveðið að ráðast í endurmat á öllum störfum sem rúmast innan kjarasamninga SGS og Samband Íslenskra sveitarfélaga og er þeirri endurskoðun nú lokið. Niðurstaðan er sú að flest störf eru metin til hærri stiga en þau voru áður  og skilar það sér í hækkun á launaflokkum. Af því 161 starfsheiti sem er til í mörgum sveitarfélögum hækka 154 um launaflokka en 7 störf standa í stað. Mest hækkar mat á einstaka starfi sem samsvarar 10 launaflokkum.


Hækkun menntastyrkja

Stjórnir þriggja fræðslusjóða sem félagsmenn aðildarfélaga SGS greiða til; Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt, hafa samþykkt eftirfarandi hækkanir á einstaklingsstyrkjum úr sjóðunum :

Landsmennt
Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 70.000 kr. frá og með 1. júlí nk. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 70.000 kr eða mest 75% kostnaðar.


Samningur við Bændasamtökin undirritaður

Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Þá voru upphæðir sem draga má frá launum vegna fæðis og húsnæðis hækkaðar lítillega. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 og út árið 2018 eins og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði.

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands (PDF)

Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk í landbúnaði (PDF)


Kjarasamningur samþykktur alls staðar

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga í viðræðunum og hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu um samningana. Í heildina var kjörsókn rúmlega 25%, já sögðu 79,95% en nei sögðu 18,43%. Auðir seðlar voru 1,62%. Á kjörskrá voru 9.589 manns.


Til hamingju með daginn!

19. júní 2015 fögnum við því að eitt hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi auk þess sem eignalausir menn fengu einnig kosningarétt þennan dag. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna í alþingiskosningum var hörð og hávær og afleiðingar þess að veita konum þennan rétt urðu ekki skelfilegar þrátt fyrir varnaðarorð. Fyrst um sinn voru það þó einungis konur yfir fertugt sem fengu kosningarétt og skyldi aldurstakmarkið lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna. Þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosningar til alþingis. Baráttan fyrir kosningarétti eignalausra karla var ekki mikil en þótti eðlileg framvinda við breytta kosningalöggjöf.


Nýr samningur við Edduhótel undirritaður

Starfsgreinasamband Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna sumarstarfsfólks hjá Edduhótelum. Samningurinn tekur mið af nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði en í þessum samningi er sem fyrr ákvæði um launaauka sem er hluti af seldum veitingum og gistingu. Samningurinn verður lagður fyrir framkvæmdastjórn SGS til staðfestingar eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu vegna almenna samningsins liggja fyrir.

Kjarasamningur SGS við Edduhótel 2015 (PDF)

Kauptaxtar Edduhótel sumar 2015 (PDF)


Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hafin

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífins hófst á slaginu kl. 8:00 á morgun (12. júní) og mun henni ljúka kl. 12:00 þann 22. júní nk. Allir kosningabærir félagsmenn fá kynningarbækling sendan í pósti og ætti hann að berast félagsmönnum á næstu dögum. Í bæklingnum má m.a. finna lykilorð sem þarf að nota þegar greitt er atkvæði.


Fundur fólksins

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á hátíðinni Fundur fólksins sem fer fram dagana 11. til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti verða leiðarstef. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra. Dagskrána í heild sinni má nálgast hér.


Málþing ASÍ og SGS: Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum

ASÍ og SGS standa fyrir málþingi á hátíðinni Fundur fólksins þann 13. júní næstkomandi undir yfirskriftinni Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum. Á málþinginu verður boðið upp á framsögur um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálanna auk pallborðsumræða milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka um málefnið.


Á dagskrá að berjast gegn kynferðislegri áreitni

Ráðstefnu stéttarfélaganna á Norðurlöndum sem starfa fyrir fólk í ferðaþjónustu er nýlokið en í aðdraganda ráðstefnunnar voru unnar rannsóknir í flestum landanna þar sem rannsóknir voru ekki til áður. Skemmst er frá því að segja að kynferðisleg áreitni gagnvart fólki sem starfar í þjónustugreinum er víðtæk og voru niðurstöðurnar sláandi.


Síða 1 Af 212