Hafa samband

Ný grein: Fæ ég koss í kaupbæti?

Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum hefur sent frá sér áhugaverða grein undir yfirskriftinni: Fæ ég koss í kaupbæti?, en greinin birtist m.a. á visir.is í dag. Í greininni vekja höfundar m.a. á alvarleika og hárri tíðni kynferðislegrar hjá starfsfólki í hótel- og veitingagreinum. Þá krefjast höfundar aðgerða af hálfu atvinnurekenda til að vinna á þessu hvimleiða vandamáli, svo sem með því að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Greinina í heild sinni má lesa hér að neðan.


Ný rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað

Í dag stendur Starfsgreinasambandið, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Meðfram ráðstefnunni lét Starfsgreinasambandið, í samstarfi við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, vinna rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rannsóknin var unnin af Félagsvísindastofnun og Steinunni Rögnvaldsdóttur félags- og kynjafræðingi og verða niðurstöður hennar kynntar nánar á ráðstefnunni í dag.


Kynferðisleg áreitni víðtækt vandamál í þjónustustörfum

Mánudaginn 8. júní stendur Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum á Norðurlöndum fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Hotel Natura hýsir ráðstefnuna og hefst hún kl. 10:30 og lýkur kl. 17:30. Daginn eftir mun smærri hópur fulltrúa stéttarfélaga ræða framhaldið og taka saman upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni. Ráðstefnuna sækja um eitt hundrað manns frá öllum Norðurlöndunum og kynntar verða nýjustu rannsóknir á þessu sviði auk þess sem rætt verður sérstaklega hvað aðilar vinnumarkaðarins geta gert til að vinna gegn áreitni.


Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við SA

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins verður með rafrænum hætti og fer fram frá kl. 8:00 föstudaginn 12. júní til kl. 12:00 mánudaginn 22. júní nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar eftir hádegi 22. júní.

Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Félagsmenn fara inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem hann fær sent í pósti.


Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning SGS og SA. Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, glærukynningu, kynningarbækling, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl.

Fara á upplýsingasíðu SGS um kjarasamninga.


Síða 2 Af 212