Hafa samband

Starfsnám fyrir þernur

Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í gegnum samstarfsverkefni Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR fræðsluseturs og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels. Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námið er samtals 60 kennslustundir og skiptist í tvær jafn langar 30 kennslustunda lotur.


Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við sveitarfélögin

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hefst kl. 08:00 þann 1. desember og stendur hún til miðnættis 8. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við sveitarfélögin á kjörskrá.


Misrétti kynjanna mikið á vinnumarkaði

Í dag er haldið jafnréttisþing og skýrsla velferðarráðuneytisins um jafnréttismál á Íslandi er gefin út í tengslum við það. Sérstaklega er fjallað um kynjamisrétti á vinnumarkaði; bæði hvað varðar lárétt (skipting á milli starfsgreina) og lóðrétt (skipting á milli ábyrgðastaða). Kynbundinn launamunur fer minnkandi en illa gengur að loka bilinu. Árið 2008 mældist óskýrður launamunur kynjanna 7,8% en árið 2013 5,7%. Fleiri konur en karlar vinna hlutastörf og fleiri karlar en konur eru á vinnumarkaði.


Atvinnuleysi mældist 3,8% í október

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 189.400 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október 2015, sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 182.200 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir október 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka minnkaði um 0,8 prósentustig og hlutfall starfandi fólks stóð nánast í stað. Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 1,2 prósentustig frá því í október 2014, úr 5% í 3,8%.


Desemberuppbót 2015

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót greiðist sem eingreiðsla, er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Hér að neðan gefur að líta upphæðir desemberuppbótar fyrir árið 2015  ásamt upplýsingum um rétt til desemberuppbótar skv. þeim kjarasamningum sem heyra undir SGS.


Áttin – ný vefgátt

Nú í nóvember opnaði ný vefgátt – Áttin, sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum. Um er að ræða sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.


Fundur með Vinnueftirlitinu vegna vinnustaðaeftirlits

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands áttu fund með Vinnueftirlitinu (VER) síðastliðinn föstudag til að ræða samstarf og upplýsingamiðlun á milli ASÍ og Vinnueftirlitisins vegna eftirlits með starfsaðstæðum erlends starfsfólks.


Nýr samningur við sveitarfélögin undirritaður

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og Framsýn stéttarfélag.


Reynt til þrautar að ná samningi við sveitarfélögin

Stíf fundarhöld um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir undanfarna daga og standa enn. Fundir voru haldnir í Karphúsinu þar til á fjórða tímann síðastliðna nótt og í morgun hittist svo samninganefnd SGS til að taka stöðuna. Þegar þessi orð eru skrifuð standa vonir til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning innan skamms. SGS mun flytja frekari fréttir af gangi mála eftir því sem fram vindur.


Mál félagsliða til ráðherra

Fulltrúar Félags íslenskra félagsliða, Eflingar og Starfsgreinasambandsins fóru á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra í morgun til að fylgja eftir kröfum um löggildingu stéttarinnar. Gert var grein fyrir áralangri baráttu félagsliða fyrir löggildingu og mikilvægi hennar fyrir veg og virðingu þeirra hátt í eitt þúsund sem sótt hafa sér nám í félagsliðun.


Síða 1 Af 212