Hafa samband

Atvinnuleysi 2,3% í júní

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júní 2016, sem jafngildir 85,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 197.100 starfandi og 4.700 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,3%.


Hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð

Að gefnu tilefni vill Starfsgreinasambandið minna á að í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð frá og með 1. júlí 2016. Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð og tók fyrsta breytingin gildi 1. júlí sl. Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framangreindum kjarasamningi.


Kjarasamningar SGS á prentuðu formi

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli félagsmanna á að nú má nálgast hluta kjarasamninga sambandsins á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA, samningur SGS við Bændasamtök Íslands og samningur SGS við Landssambands smábátaeigenda. Aðrir samningar eru í vinnslu og koma vonandi úr prentun á næstu vikum.