Hafa samband

Samningur SGS við ríkið kominn á vefinn

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og ríkisins vegna starfsfólks hjá ríkisstofnunum er nú aðgengilegur á rafrænu formi. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Prentuð útgáfa samningsins verður tilbúin á næstu dögum. Hafi félagsmenn hug á að nálgast eintak af umræddum samningi er þeim bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag eða heimsækja skrifstofu þess. Eins og áður má nálgast alla samninga sambandsins á rafrænu formi hér á vefsíðunni undir „Kaup & kjör“.


Trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði

Sú nýbreytni verður hjá Félagsmálaskóla alþýðu í haust að boðið verður upp á opið trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði.  Lengd námskeiðs samsvarar heilli viku, en henni dreift á allt misserið.  Byrjað verður á staðbundinni lotu sem tekur tvo daga (15. – 16. september), þar sem farið verður í Þjóðfélagið og vinnumarkaður, Trúnaðarmaðurinn, starf og staða, ásamt því að lögð verður áhersla á hópefli.


Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs

Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær var meðfylgjandi ályktun samþykkt.

“Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs þar sem embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana eru úrskurðaðir tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi. Niðurstaða kjararáðs gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði og lá til grundvallar vinnu aðila vinnumarkaðar um mótun nýs samningalíkans. Með þegjandi samþykki sínu gefa stjórnvöld launafólki langt nef og grafa undan viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýtt samningamódel sem byggir á stöðuleika og öruggri kaupmáttaraukningu.


Vaktavinna í ferðaþjónustu – mikilvæg atriði

Nú þegar ferðaþjónustan er í miklum blóma hér á landi fer starfsfólki innan greinarinnar eðlilega ört fjölgandi. Sérstakur kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins gildir um störf í ferðaþjónustunni, þ.e. um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi. Í honum er að finna ákvæði um t.a.m. kaup, orlof, vinnutíma og síðast en ekki síst vaktavinnu, en mjög algengt er að starfsfólk í ferðaþjónustu sé ráðið skv. vaktavinnufyrirkomulagi.


Atvinnuþátttaka rúmlega 85% á öðrum ársfjórðungi

Samkvæmt nýrri útgáfu Hagstofunnar um vinnumarkaðinn voru 199.300 manns á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2016, sem jafngildir 85% atvinnuþátttöku. Frá öðrum ársfjórðungi 2015 hefur fólki á vinnumarkaði fjölgað um 3.000 og atvinnuþátttakan aukist um 0,7 prósentustig. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2016 var 80,9% en karla 88,8%. Til samanburðar þá var hlutfall kvenna á vinnumarkaði 81% en hlutfall karla 87,5% á öðrum ársfjórðungi 2015.


Ráðstefna um starfsendurhæfingu

Dagana 5.-7. september næstkomandi verður haldin áhugaverð ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica um starfsendurhæfingu og hvernig greiða megi leið fólks inn á vinnumarkaðinn á ný eftir veikindi eða slys. Tekin verða dæmi um vel heppnuð verkefni þar sem fólk hefur getað hafið störf fyrr en ella vegna góðs samstarfs fyrirtækja og þeirra sem sinna starfsendurhæfingu. Þá verður rýnt í áhugaverðar rannsóknir en yfirskrift ráðsefnunnar er Vinnum saman.


Hvaða breytingar hafa orðið á evrópskum vinnumarkaði frá 2008?

Nýlega birti EUROFOUND (European Foundation for the Improvement of Living and Working Conditions) samantekt þar sem farið er yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á evrópskum vinnumarkaði á undanförnum árum, þ.e. frá kreppunni 2008 til dagsins í dag. Skv. samantektinni eru mörg jákvæð teikn á lofti á evrópskum vinnumarkaði í dag, en á móti er auðvelt að benda á þætti sem betur mættu fara. Þróunin frá 2008 hefur þó heilt yfir verið í rétta átt.