Hafa samband

Formannafundur SGS

Í gær, 28. september, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð.


Þing ASÍ-UNG – ný stjórn

4. þing ASÍ-UNG var haldið í húsakynnum Rafiðnaðarskólans síðastliðinn föstudag (23. september). Á þinginu sagði ungt fólk frá reynslu sinni á vinnumarkaði og baráttunni fyrir réttindum sínum. Þá voru flutt erindi um stöðu ungs fólk á húsnæðismarkaði og vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Eftir hádegi fór fram hópavinna þar sem leitast var við að svara spurningunni „Hvernig sjáum við framtíð ungs fólks í hreyfingunni?“. Skipuð var ritnefnd sem mun hafa það hlutverk að fullmóta ályktanir ASÍ-UNG sem lagðar verða fyrir þing ASÍ sem fer fram í október næstkomandi. Ánægjulegt var að sjá að margir af þeim fulltrúum sem mættu á ungliðafund SGS, sem haldinn var í Grindavík í júní sl., voru einnig mættir á þingið sem fulltrúar síns félags.


ASÍ og BSRB krefjast breytinga á fæðingarorlofskerfinu

ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu og lagt af stað í átak á samfélagsmiðlum sem byggir á viðtölum við foreldra ungra barna sem þekkja af eigin raun annmarka kerfisins. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi er fólk hvatt til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.


Atvinnuleysi var 2,9% í ágúst

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2016, sem jafngildir 85,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.200 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 11.700 og hlutfallið af mannfjölda hækkaði um 2,2 stig. Atvinnulausum fækkaði um 1.200 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,8 prósentustig.


Landsvirkjun samþykkir keðjuábyrgð

Því ber að fagna að Landsvirkjun hefur samþykkt reglur um keðjuábyrgð, en reglunum er ætlað að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir þessum reglum í langan tíma og Starfsgreinasambandið hvetur önnur opinber fyrirtæki og stofnanir til að setja sér slíkar reglur líka.


Kjarasamningar SGS á prentformi

Allir helstu kjarasamningar Starfsgreinasambandsins eru nú tilbúnir á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA, samningur SGS við Bændasamtök Íslands, samningur SGS við Landssambands smábátaeigenda og nú síðast kom samningur SGS við ríkið úr prentun. Nú vantar aðeins prentútgáfu af samningi SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, en verið er að leggja lokahönd á þá útgáfu.


Fjárfestum í hæfni starfsmanna – ný skýrsla

Í janúar 2016 tók til starfa verkefnahópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem var ætlað að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum niðurstöðum til úrbóta. Þess má geta að  Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags, sat í verkefnahópnum.


Vel heppnaðir viðburðir á Fundi fólksins

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur fólksins fór fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni um síðastliðna helgi. Það má með sanni segja að hátíðin hafi tekist vel, enda fjölmargir áhugaverðir viðburðir í boði auk þess sem veðrið lék við hátíðargesti. Stríður straumur fólks var á hátíðina báða dagana og góð þátttaka í mörgum viðburðum. Þá gerðu fjölmiðlar hátíðinni góð skil og streymdu RÚV og Vísir t.a.m. beint frá hátíðinni á sínum vefum. Ljóst er að hátíðin er komin til að vera hér á landi og á hún eflaust eftir að vaxa og dafna á komandi árum.


Fundur fólksins 2016

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 2. og 3. september í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og uppákomur. Starfsgreinasambandið og Alþýðusamband munu taka þátt í hátíðinni og standa sameiginlega fyrir tveimur viðburðum.


Yfirlýsing ASÍ og SA vegna sjálfboðaliða

Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboðaliða. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtakanna er að tryggja áfram samkeppnishæfan vinnumarkað þar sem samtök atvinnurekenda og launafólks semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum. Aðilar vinnumarkaðarins bera þá skyldu að fylgja því eftir að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði.