Hafa samband

Aðildarfélög SGS krefjast jafnræðis gagnvart veiku fólki

Stéttarfélögum út um allt land hefur borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofsíbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur/foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. Stéttarfélög hafa byggt upp orlofsíbúðir af miklum metnaði síðustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið. Eftir því sem heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hrakar og fólk þarf í auknum mæli að leita sér lækninga til höfuðborgarsvæðisins hafa þessar íbúðir verið nýttar fyrir veikt fólk og þungaðar konur.


Forysta SGS sækir aðildarfélögin heim

Á næstu vikum og mánuðum mun forysta Starfsgreinasambandsins, þ.e. formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri, leggja land undir fót og heimsækja öll 19 aðildarfélög sambandsins. Forystan mun ræða við stjórnir, og í einhverjum tilfellum trúnaðarráð líka, um störf SGS, starfsemi hvers félags fyrir sig, áherslur til framtíðar og annað sem félögin óska eftir að taka til umfjöllunar. Fyrir áramót verða þrettán félög heimsótt í tveimur áföngum og er búið að setja upp skipulag fyrir tveggja tíma heimsókn í hvert félag. Þau félög sem út af standa verða svo heimsótt eftir áramót.


Virðum störf hótelþerna!

Það er ekkert launungarmál að störf hótelþerna eru hótelgeiranum gríðarlega mikilvæg. Hótelþernur þurfa að axla mikla ábyrgð og álagið á þeim er oft á tíðum mjög mikið. En þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi hótelþerna eru störf þeirra engu að síður vanmetin. Um þessar mundir standa alþjóðleg samtök launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (IUF) og aðildarfélög þess fyrir átaki undir yfirskriftinni „Make my workplace safe“. Átakinu er m.a. ætla að vekja athygli á slæmum vinnuskilyrðum hótelþerna og um leið krefjast þess að hótel um heim allan viðurkenni og virði mikilvægi hótelþerna sem og réttindi þeirra og stéttarfélög.


Átta ályktanir samþykktar á þingi ASÍ

Á 42. þingi ASÍ fór fram umsvifamikil málefnavinna í mörgum hópum þar sem notast var við svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fjögur meginþemu voru til umfjöllunar; nýtt kjarasamningslíkan, velferðarmál, mennta- og atvinnumál og svo vinnumarkaðs- og jafnréttismál.


Forysta ASÍ endurkjörin

Forysta ASÍ var endurkjörin einróma þegar forseta- og varaforsetakjör fór fram síðasta dag þings Alþýðusambandsins sl. föstudag. Engin mótframboð bárust. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, er áfram varaforseti við hlið Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR en þau hafa gegnt því embætti frá 2014. Ekki urðu breytingar á miðstjórn Alþýðusambandsins sem kjörin var til næstu tveggja ára á þinginu.


42. þing ASÍ – sókn til nýrra sigra!

42. þing Alþýðusambands Íslands hófts í gær á Hilton Reykjavik Nordica, en þingið stendur yfir í þrjá daga. Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 292 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Auk þess eiga 9 fulltrúar ASÍ-UNG seturétt á þinginu. Starfsgreinasambandið á 115 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins.


Til hamingju með daginn konur – baráttan heldur áfram

Í dag 24. október er kvennafrídagurinn – dagurinn þar sem konur meta árangur jafnréttisbaráttunnar og brýna sig til frekari baráttu. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er enn staðreynd. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.


Morgunfundur um kynferðislega áreitni á vinnustöðum

Þriðjudaginn 25. október heldur Vinnueftirlitið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, morgunfund um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá kl. 8:00 til 10:00. Fundurinn er öllum opinn, en þátttökugjald er kr. 3.000,- og er morgunverður innifalinn. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér. Þess má geta að Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, flytur erindi á fundinum undir yfirskriftinni “Öryggismenning eða óöryggismenning – Um áreiti og vald á vinnustöðum”.


Áskoranir og staða starfsfólks í ferðaþjónustu

Á Norðurlandaþingi stéttarfélaga starfsfólks í ferðaþjónustu nýverið var fjallað um stöðu starfsfólks og áskoranir innan ferðaþjónustunnar. Störf í þjónustunni einkennast af lítilli menntun, miklum fjölda kvenna í stéttinni og árstíðarsveiflum í starfsmannahaldi. Réttindi starfsfólks eru lakari í þessum geira en annars staðar og er mikið um útvistun hjá fyrirtækjum og starfsfólki er boðið uppá núlltímasamninga (sem er raunar ólöglegt hér á landi). Töluvert var rætt um deilihagkerfið eða Airbnb-væðinguna og áhrif þess á starfsfólk. Deilihagkerfið hefur þau áhrif að meira er um svarta atvinnustarfsemi og hótel bjóða ekki upp á jafn góð kjör til starfsfólks þar sem þau þurfa að lækka verð til að geta verið í samkeppni við Airbnb. Þá gerir þessi breyting það að verkum að húsnæðisverð hækkar og erfitt er fyrir starfsfólk að fá leigt húsnæði.


Tæknibylting í ferðaþjónustu

Á Norðurlandaþingi stéttarfélaga starfsfólks í ferðaþjónustu var meðal annars fjallað um tæknibyltinguna og áhrif hennar á greinina. Rannsakendur frá sænskum háskóla gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum en spurningarnar sem þau vildu fá svar við voru: Hvernig nota ferðamenn stafræna miðla? Geta fyrirtæki í ferðaþjónustu valið að taka ekki þátt í stafrænum heimi? Hvað eiga fyrirtæki að hugsa út í varðandi stafrænar lausnir?


Síða 2 Af 11123...Síðast