Hafa samband

Konur leggja niður störf

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli undir kjörorðunum „Kjarajafnrétti strax“.  Baráttufundurinn verður sendur út í gegnum Facebook-síðuna www.facebook.com/kvennafri. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17. Með því að ganga út úr vinnu kl. 14:38 mótmæla konur með táknrænum hætti þessu kynbundna launamisrétti. Tökum þátt og berjumst fyrir jöfnum kjörum!


Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2016

Vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar fer fram dagana 17.-21. október næstkomandi undir yfirskriftinni “Vinnuvernd alla ævi”. Sérstök ráðstefna verður haldin í tengslum við Vinnuverndarvikuna og verður hún haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 20. október frá kl. 13:00-16:00. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur er ókeypis, en skráning er hins vegar nauðsynleg. Ráðstefnustjóri verður Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Boðið verður upp á léttar veitingar.


Samkeppni um nafn á nýju íbúðaleigufélagi ASÍ og BSRB

Alþýðusamband Íslands og BRSB hafa stofnað íbúðafélag sem starfar í nýju íbúðarkerfi sem nú er verið að taka upp hér á landi. Íbúðakerfið byggir á danskri fyrirmynd og verður hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði. Íbúðafélagið er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og er rekin án hagnaðarmarkmiða. Skilyrði er að íbúðirnar verði leigðar út til fólks með lágar- og meðaltekjur.


Kastljósinu beint að ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Norrænu þingi  samtaka starfsfólks í hótel- veitinga og ferðaþjónustugreinum (NU-HRCT) er nýlokið en fyrir hönd Starfsgreinasambandsins sátu þingið Björn Snæbjörnsson, Finnbogi Sveinbjörnsson, Sigurður Bessason og Drífa Snædal. Þingið er haldið á fjögurra ára fresti og árið 2020 er komið að Íslandi að vera gestgjafar þingsins.


Trúnaðarmenn og hlutverk þeirra

Hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað er mjög mikilvægt, bæði fyrir félagsmenn og ekki síst fyrir stjórn stéttarfélagsins og starfsmenn þess. En hvert er hlutverk trúnaðarmannsins? Hvernig er hann kosinn og hvaða réttindi hefur hann? Svör við þessum spurningum ásamt fleirum er að finna í nýju kynningarefni SGS um trúnaðarmenn. Í kynningarefninu er farið yfir hlutverk trúnaðamannsins á vinnustað og hvaða réttindi hann hefur sem slíkur. Þá er fjallað um kosningu trúnaðarmanna og hvaða menntunar- og fræðsluúrræði þeim stendur til boða. Efnið er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku og má nálgast hér.


Alþjóðleg barátta í alþjóðlegu hagkerfi

Þing Norrænna samtaka starfsfólks í hótel- veitinga og ferðaþjónustugreinum fer nú fram í Malmö í Svíþjóð. Í upphafi fundar ávarpaði Ron Oswald þingið, en hann er framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna IUF (samtök stéttarfélaga starfsfólks í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu). Áskoranirnar eru margar og tók hann dæmi um hótelkeðjur víðs vegar um heiminn sem arðræna starfsfólk. Verð á hótelherbergjum er svipað hvar sem er í heiminum en kjör hótelþerna eru mjög misjöfn. Tekist hefur að fá starfsfólk innan hótelkeðja í New York til að ganga til liðs við stéttarfélög og þar hefur baráttan skilað árangri. Sama verður ekki sagt um starfsfólk í Bretlandi og sums staðar í Asíu fá hótelþernur 2-3 bandaríkjadali á dag fyrir erfiða vinnu á hótelkeðjum sem við þekkjum öll.


Formannafundur SGS

Í gær, 28. september, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð.


Þing ASÍ-UNG – ný stjórn

4. þing ASÍ-UNG var haldið í húsakynnum Rafiðnaðarskólans síðastliðinn föstudag (23. september). Á þinginu sagði ungt fólk frá reynslu sinni á vinnumarkaði og baráttunni fyrir réttindum sínum. Þá voru flutt erindi um stöðu ungs fólk á húsnæðismarkaði og vinnumarkaðinn og fjölskylduna. Eftir hádegi fór fram hópavinna þar sem leitast var við að svara spurningunni „Hvernig sjáum við framtíð ungs fólks í hreyfingunni?“. Skipuð var ritnefnd sem mun hafa það hlutverk að fullmóta ályktanir ASÍ-UNG sem lagðar verða fyrir þing ASÍ sem fer fram í október næstkomandi. Ánægjulegt var að sjá að margir af þeim fulltrúum sem mættu á ungliðafund SGS, sem haldinn var í Grindavík í júní sl., voru einnig mættir á þingið sem fulltrúar síns félags.


ASÍ og BSRB krefjast breytinga á fæðingarorlofskerfinu

ASÍ og BSRB hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu og lagt af stað í átak á samfélagsmiðlum sem byggir á viðtölum við foreldra ungra barna sem þekkja af eigin raun annmarka kerfisins. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi er fólk hvatt til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.


Atvinnuleysi var 2,9% í ágúst

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2016, sem jafngildir 85,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.200 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 11.700 og hlutfallið af mannfjölda hækkaði um 2,2 stig. Atvinnulausum fækkaði um 1.200 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,8 prósentustig.


Síða 3 Af 11Fyrst...234...Síðast