Hafa samband

Kjarasamningum verður ekki sagt upp – breytt ákvæði í samningum

Í ákvæðum kjarasamninga á almenna markaðnum eru ákvæði sem heimila uppsögn kjarasamninga í febrúar ef forsendur þeirra hafa ekki staðist. Lagt var upp með þrjár forsendur:

  1. Ríkisstjórnin tryggi fjármögnun á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum 2016-2019.
  2. Launastefna og launahækkanir samninganna verði stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.
  3. Kaupmáttur launa aukist á samningstímanum.

Forsendunefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta og síðasta af þremur tilgreindum forsendum hafi gengið eftir. Hún hefur jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að forsendan um að launastefna og launahækkanir samninganna hafi ekki staðist. Þessi forsendubrestur heimilar uppsögn kjarasamninga aðila.

Ákvörðun um uppsögn er þó frestað fram til febrúar 2018 vegna þeirra fjölda kjarasamninga sem lausir eru á opinbera markaðnum á næstu mánuðum og óvissu um niðurstöðu þeirra. Ef tekin verður ákvörðun um uppsögn kjarasamninga í febrúar 2018 gildir uppsögnin strax, en ekki frá lok apríl eins og samningarnir kveða á um.

Niðurstaða forsendunefnda 28.2.2017

Samkomulag ASÍ og SA 28.2.2017

Yfirlýsing ASÍ og SA um áframhaldandi samstarf að nýju vinnumarkaðslíkani – 28.2. 2017 -LOKA

 


Atvinnuleysisbætur: Áríðandi tilkynning!

Áríðandi tilkynning til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli!

Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannverkfallin á að afskrá sig af atvinnuleysisbótum um leið og vinna hefst.

Afskráning er afar mikilvæg því ef það gleymist þá kunna greiðslur bóta til einstaklinga að halda áfram og þá getur komið til skuldamyndunar hjá stofnuninni vegna ofgreiddra bóta með óþarfa eftirmálum.

Hægt er að afskrá sig með tilkynningu á ,,Mínum síðum“, senda tölvupóst á ,,postur@vinnumalastofnun.is“, hringja í síma  515-4800 eða koma á næstu þjónustuskrifstofu stofnunarinnar.


Yfirlýsing SGS og Bændasamtakanna vegna sjálfboðaliða

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa undirritað yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða en í yfirlýsingunni kemur fram sameiginlegur skilningur um sjálfboðaliða og sjálfboðastörf. SGS og BÍ eru með gildandi kjarasamning um störf fólks í landbúnaði og ber að greiða lágmarksendurgjald fyrir vinnu eftir honum.


Nýr kjarasamningur í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku renna út 1. mars næstkomandi og samkvæmt skipulagi þá er skrifað undir nýja samninga áður en þeir renna út. Alls eru um 600 samningar lausir á næstunni og ganga framleiðslugreinarnar fyrstar að samningaborðinu. Þær undirrituðu þriggja ára samning þann 12. febrúar síðastliðinn og setur sá samningur viðmið fyrir alla hina samningana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins heimsóttu systursamtök í Danmörku í janúar og kynntust kröfugerðinni og vinnulagi við samningagerðina.


Verkalýðsfélag Grindavíkur 80 ára

Í dag eru 80 ár síðan Verkalýðsfélaga Grindavíkur var stofnað. Haldið var uppá afmælið með viðeigandi hætti um helgina  og Starfsgreinasambandið óskar Grindvíkingum til hamingju með daginn. Í tilefni tímamótanna gaf félagið út veglegt afmælisrit og fylgir hér afmælisgrein sem Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins skrifaði í ritið:


Staða fiskvinnslufólks í sjómannaverkfalli

Verkföll bitna ekki bara á samningsaðilum og það hefur landverkafólk sannanlega fengið að reyna í yfirstandandi sjómannaverkfalli. Fiskvinnslufyrirtæki hafa ýmist farið þá leið að bera við hráefnisskorti þannig að fólk fari á kauptryggingu, sem er í raun strípuð dagvinnulaun um 260.000 krónur í mánuði eða borið fyrir sig svokallað hamfaraákvæði, en þannig geta fyrirtæki sett fólk beint á atvinnuleysisbætur. Grunnatvinnuleysisbætur eru 217.208 krónur á mánuði en fólk getur fengið tekjutengdar bætur (70% af meðaltekjum síðustu 6 mánaða) í samtals tvo og hálfan mánuð, þó að hámarki 342.422. Auk þess fær fólk uppbót vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára: 8.688 kr. á mánuði með hverju barni. Vegna þess hversu lengi verkfallið hefur staðið eru margir því orðið betur settir með atvinnuleysisbætur heldur en strípuð dagvinnulaun. Þess ber þó að geta að ekki er greitt mótframlag í séreignasjóð af atvinnuleysisbótum né orlof.


Danir ganga að samningaborðinu

Danir undirbúa sig nú undir samningalotu sem mun standa yfir í febrúar. Kjarasamningar renna út 1. mars og stefnt er að því að klára nýja samninga fyrir þann tíma. Grasrótin leggur fram kröfugerð en líkt og í Noregi og Svíþjóð þá semja iðnaðargreinarnar fyrst og síðan semja aðrar starfsgreinar á grundvelli þeirra samninga. Alls eru um 600 kjarasamningar lausir í vor. Ekki er heimilt að semja umfram þann ramma sem iðnaðurinn setur. Þetta er meðal þess sem kom fram í heimsókn SGS til Danmerkur í janúar þar sem haldinn var fundur með systursamtökum SGS 3F.