Hafa samband

Hátíðarhöldin á landinu 1. maí 2017

Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á 30 stöðum á landinu. Víða eru farnar kröfugöngur, annars staðar eru hátíðar- og baráttufundir. Hér má sjá dagskrána um allt land:


Nýr vinnustaðasamningur við Mjólkursamsöluna

Í dag 11. apríl var undirritaður nýr samningur við Mjólkursamsöluna vegna verkafólks og bílstjóra í fjórum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins: Stéttarfélagi Vesturlands, Bárunnar stéttarfélags, AFLi starfsgreinafélagi og Einingu-Iðju. Samningurinn snertir því þá sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins og eru félagar í SGS. Margir mismunandi samningar hafa verið í gangi á hverjum stað fyrir sig og hafa staðið yfir viðræður í marga mánuði um að samræma samningana. Það tókst á endanum. Báðum aðalkröfum fulltrúa starfsfólks var mætt, þ.e. að hækka bílstjóra um launaflokka og samræma samninginn. Önnur ákvæði héldust nær óbreytt að innihaldi.


Fullur salur á aðalfundi Landvarðafélags Íslands

Fjöldi fólks var samankomið á aðalfundi Landvarðafélagsins í síðustu viku en sérstakt fagnaðarefni var að umhverfisráðherra lýsti því yfir að auknu fjármagni verði varið í að styrkja landvörslu.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og ávarp ráðherra var fjallað um kjaramál en  nú standa yfir viðræður við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um endurskoðun á stofnanasamningi. Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS kynnti stöðu mála á fundinum en fjöldi landvarða hafa fylgst með viðræðunum og eru virkir í kjaramálum. Formaður var endurkjörinn Linda Björk Hallgrímsdóttir en í kjaranefnd félagsins voru kjörnar þær Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Rannveig Einarsdóttir og Sara Hrund Signýjardóttir. Starfsgreinasamband Íslands hlakkar til áframhaldandi samstarfs.