Hafa samband

Þrælahald nútímans – ráðstefna um mansal í haust

Starfsgreinasamband Íslands, ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg, mun þann 14. september 2017 standa fyrir ráðstefnunni Þrælahald nútímans. Fjöldi sérfræðinga á sviði löggæslu, saksóknar og verndar fórnarlamba koma erlendis frá og miðla af reynslu sinni. Þá mun Robert Crepinko frá Europol fjalla sérstaklega um skipulagða glæpastarfsemi varðandi mansal í Evrópu. Fólk sem vill dýpka þekkingu sína á málaflokknum er hvatt til að taka daginn frá en nánari dagskrá verður birt síðar.


Stofnanasamningur við Vegagerðina endurnýjaður

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands og Vegagerðarinnar hafa endurnýjað stofnanasamning. Í því felst að allir starfsmenn sem starfa samkvæmt samningnum hækka um einn launaflokk en auk þess er svigrúm til að hækka um annan launaflokk vegna markaðsaðstæðna. Nýr stofnanasamningur gildir frá 1. júní 2017. Samninginn má lesa hér.


Hrund Karlsdóttir nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur var haldinn í húsakynnum félagsins þann 19. júní síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf áttu sér stað formannaskipti í félaginu. Lárus Benediktsson lét af embætti eftir að hafa gengt hefur formennsku í félaginu í 17 ár og við tók Hrund Karlsdóttir. Enginn bauð sig fram á móti Hrund til formanns félagsins og var hún því sjálfkjörin.


Ísland og jafnréttið á Alþjóðavinnumálaþinginu

Jafnrétti kynjanna var ofarlega á baugi á nýloknu þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Íslenska ríkisstjórnin stóð í samstarfi við Evrópusambandið, Kanada og fleiri fyrir hliðarviðburði þar sem ábyrgð karla á jafnréttismálum var rædd. Kynnt var skýrsla um stöðu feðra í heiminum og kom fram í kynningu á henni að konur vinna alls staðar meira en karlar þegar tekið er tillit til vinnu utan og innan heimilisins. Karlar sinna aðeins um fjórðungi af umönnun barna sinna og það er mjög breytilegt eftir heimshlutum hvernig staðan inni á heimilum er, verst er staðan í Suður Asíu.


Ríkisrekin þrælasala Norður-Kóreu

Eitt að þeim málum sem sérstaklega er tekið fyrir á 106. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf fjallar um norður-kóreska þræla í Póllandi. Pólska ríkisstjórnin sætir gagnrýni fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir þetta en ljóst er að vandinn er víðtækari en bara í Póllandi. Norður-Kórea hefur sent fólk til að vinna í yfir 40 löndum um heim allan. Áður var það aðallega til Kína, Rússlands og arabalanda, en nú á dögum er þetta víðfeðmara.


Svarti listinn á Alþjóðavinnumálaþinginu

Á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem nú stendur yfir í Genf,  eru starfandi nokkrar nefndir og fylgist undirrituð sérstaklega með nefnd sem fjallar um einstök lönd og hugsanleg brot þeirra á grundvallarsáttmálum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Þessir grundvallarsáttmálar varða meðal annars bann við þrælahaldi, réttinn til að taka þátt í stéttarfélögum, réttinn til að gera kjarasamninga, bann við vinnu barna, jafnrétti á vinnumarkaði og bann við mismunun á vinnumarkaði.


Umhverfismál og jafnrétti í forgrunni á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

106. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar var sett í Genf þann 5. júní síðastliðinn. Þingið er haldið árlega og er stærsti vettvangur heims þar sem stéttarfélög, stjórnvöld og atvinnurekendur frá öllum heimshornum koma saman og ræða vinnumarkaðsmál. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna og sú eina þar sem svona þríhliða samráð er viðhaft. ILO fagnar hundrað ára afmæli árið 1919 og hefur því staðið af sér heimsstyrjaldir, kreppur og byltingar í nær 100 ár.


Lágmarkstekjur fyrir fullt starf – kr. 280.000

Vert er að vekja athygli félagsmanna á eftirfarandi punktum varðandi lágmarkstekjur.

  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf – kr. 280.000
  • Fyrir dagvinnu og allar bónus-, álags- og aukagreiðslur
  • Miðað við 173,33 tíma á mánuði eða 40 stundir á viku
  • Greiða skal uppbót á laun þeirra sem ná ekki kr. 280.000 fyrir dagvinnu
  • Dæmi: Ef taxtinn er kr. 266.000 og viðkomandi fær engar aukagreiðslur, sem taldar eru upp hér að ofan, skal greiða kr. 14.000 uppbót á launin

Vel heppnaður ungliðafundur

Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 18 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn aðildarfélaga SGS.

Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Farið var yfir hvernig starfið í hreyfingunni fer fram, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun ræddi um verkefnastjórnun og mikilvægi þess skipuleggja verkefni sín vel og Stefán Pálsson fór yfir hvernig best væri á kosið að haga sér á fundum og fá sínu framgengt þar.


Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga og ríkisins

Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta fyrir þá sem starfa hjá sveitarfélögum og ríkinu. Gildistími kauptaxtanna er frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka mánaðarlaun um 2,5% hjá sveitarfélögunum og 1,7% vegna jöfnunar á bilum milli launaflokka í launatöflu. Hjá ríkinu hækka laun 4,5% frá og með 1. júní 2017.