Hafa samband

Ráðstefna – Þrælahald nútímans

Fimmtudaginn 14. september verður haldin ráðstefnan Þrælahald nútímans þar sem sjö sérfræðingar erlendis frá miðla af reynslu sinni og þekkingu. Um er að ræða einstaklinga sem hafa mikla þekkingu og reynslu af baráttunni gegn mansali; lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum.


Minning Elku Björnsdóttur heiðruð

Fimmtudaginn 7. september næstkomandi verður minning Elku Björnsdóttur verkakonu heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Leiði Elku er með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti. Sama dag verður haldið málþing þar sem sjónum verður beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Að málþinginu standa Starfsgreinasamband Íslands, Alþýðusamband Íslands, Efling stéttarfélag, Reykjavíkurborg og Borgarsögusafn/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.


Ertu að vinna við ræstingar?

Greiðslur og vinnufyrirkomulag í ræstingum getur verið með mismunandi hætti og er því mjög mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir hvort verið sé að greiða rétt laun í samræmi við vinnuframlagið.  Algengasta fyrirkomulagið hefur verið tímamæld ákvæðisvinna í ræstingum þar sem ræstingastykkin eru mæld og ávinningur starfsmanna felst í því að fá hærra greitt fyrir að ljúka stykkinu af á skemmri tíma.


At­vinnu­leysi aldrei mælst lægra frá upp­hafi mæl­inga

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júlí 2017, sem jafngildir 83,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.800 starfandi og 2.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1%, sem er lægsta mæling frá því að samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003.


3,4% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2017

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 202.500 manns, á aldrinum 16–74 ára, á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2017. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,4%, hlutfall starfandi mældist 81,5% og atvinnuleysi var 3,4%. Frá öðrum ársfjórðungi 2016 fjölgaði starfandi fólki um 3.500 en hlutfall af mannfjölda lækkaði um 0,4 prósentustig.


Ertu launamaður eða verktaki?

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Því miður er þessu stundum ruglað saman og launamönnum boðið uppá að vera verktakar.