Hafa samband

Aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi

Starfsgreinasambandið hefur samþykkt áætlun gegn einelti og kynbundnu áreiti og tekur áætlunin til sambandsins sem vinnustaðar sem og félaglegra þátta. Samkvæmt áætluninni er öllum einstaklingum sem starfa hjá Starfsgreinasambandi Íslands eða taka með öðrum hætti þátt í starfi þess tryggt öruggt umhverfi og virðing.


2,5% atvinnuleysi í ágúst

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 200.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2017, sem jafngildir 83,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 195.800 starfandi og 5.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka dróst saman um 2,3 prósentustig úr 85,3% í ágúst 2016.


Málþing ASÍ um vinnuvernd

Föstudaginn 29. september næstkomandi mun Alþýðusamband Íslands standa fyrir málþingi um vinnuvernd, sem er ætlað forystufólki í verkalýðshreyfingunni og öðru áhugafólki um vinnuvernd. Málþingið fer fram á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík og stendur frá klukkan 09:00 til 12:00.


Mansal í brennidepli

Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar stóðu sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík, þar sem mansal var í brennidepli. Á ráðstefnunni miðluðu sjö erlendir sérfræðingar af reynslu sinni og þekkingu á mansali, m.a. lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum mansals.


Streymt frá mansalsráðstefnu

Mikill áhugi er á mansalsráðstefnunni sem Starfsgreinasambandið, lögreglan og Reykjavíkurborg standa fyrir á fimmtudaginn næstkomandi. Því miður komast ekki allir að sem vilja og er löngu orðið fullbókað. Ráðstefnunni verður hins vegar streymt á Facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og hér á vefnum og því geta allir hlýtt á fyrirlestrana sem vilja.


Minningarmark reist um Elku Björnsdóttur

Fyrr í dag var minning Elku Björnsdóttur verkakonu heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu. Leiði Elku hafði verið með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti. Jónína Björg Magnúsdóttir verkakona flutti tvö lög við afhjúpun minningarmarksins. Eftir athöfnina í Hólavallargarði var svo haldið málþing þar sem sjónum var beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Á málþinginu flutti Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar stéttarfélags, erindi til heiðurs Elku, en hægt er að lesa erindið í heild sinni hér.


Málþing um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á málþingi sem fer fram í dag þar sem umfjöllunarefnið verður nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu. Málþingið er haldið á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fræðslusjóðs og fer fram í Nauthól í Reykjavík klukkan 13:00-16:15.


Fundur Fólksins

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 8. og 9. september í Hofi á Akureyri. Á hátíðinni munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi í bland við líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings, vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins og skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála eða fjölmiðla.