Hafa samband

Launamunur kynjanna um 16%

Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16,1% árið 2016 en hann var 17% árið 2015. Launamunurinn var rúmlega 16% bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkisstarfsmönnum en rúm 8% hjá starfsmönnum sveitarfélaga þar sem launadreifing er almennt minni. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af meðaltímakaupi karla túlkað sem óleiðréttur launamunur. Tímakaupið nær til grunnlauna, fastra álags- og bónusgreiðslna auk yfirvinnu.


Ályktanir af þingi SGS

Á nýloknu þingi Starfsgreinasambands Íslands voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem eiga aðild að SGS sátu fundinn. Unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu en málefnanefndirnar voru tvær: Kjara- og atvinnumálanefnd og Húsnæðis- og velferðarnefnd. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsins var skatthlutfall aðildarfélaganna lækkað.


Forysta SGS kjörin á þingi sambandsins

Sjötta reglulega þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk á hádegi 12. október. Á þinginu voru samþykktar starfs- og fjárhagsáætlanir, nokkrar ályktanir um kjara- og velferðarmál og forysta  kjörin fyrir sambandið til næstu tveggja ára.


6. þing Starfsgreinasambands Íslands

6. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett á Hótel Selfossi á morgun, 11. október, og mun standa yfir í tvo daga. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins.


Stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn

Trúnaðarmenn og stjórnir stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi hittust á Hótel Dyrhólaey dagana 4 .- 6. október sl. og fóru yfir stöðu kjaramála ásamt málefnum sem brenna á launafólki í kjördæminu og byggðunum við suðurströndina. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn að hafa að leiðarljósi kjör og velferð hins vinnandi manns á komandi kjörtímabili.


Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu á Hótel Borgarnesi þann 6. október kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Vinnuverndarvikuna 2017 og ber yfirskriftina „VINNUVERND ALLA ÆVI – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?“ Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn.


35. þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram um helgina

Tæplega 90 fulltrúar, frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu 35. þing Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Þingið tókst í alla staði mjög vel. Skipað var í fjóra vinnuhópa þar sem fjallað var um vinnumarkaðsmál, menntamál, jafnréttismál og velferðarmál. Fjórar ályktanir voru samþykktar samhljóða á þinginu og má lesa þær hér fyrir neðan.