Hafa samband

„Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum, fyrir herferð þar sem kastljósinu er beint að kynferðislegri áreitni innan hótel- og veitingageirans. Rannsóknir hafa sýnt  að kynferðisleg áreitni er sorglega algeng innan þessa geira. Það er ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola – áreitni og annað ofbeldi er ALDREI í lagi.


Fræðsludagur félagsliða

Starfsgreinasamband Íslands boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 22. nóvember síðastliðinn. Mikil ásókn var á fundinn eins og jafnan er, en þetta er í fjórða sinn sem SGS heldur slíkan viðburð. Að þessu sinni var lögð áhersla á hópastarf, hvernig félagsliðar geti styrkt sig félagslega og faglega auk þess að styrkja stöðu stéttarinnar út á við.


3,6% atvinnuleysi í október

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.100 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2017, sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,6%.


Við erum ekki á matseðlinum!

Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni.


Desemberuppbót 2017

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum  að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.


Hvað er kynferðisleg áreitni?

Starfsgreinasambandið hefur gefið út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einblöðungurinn er hluti af fræðslustarfi sambandins gagnvart stéttarfélögum og trúnaðarmönnum og miðar að því að gera félög betur í stakk búin til að taka á þeim málum sem upp koma.


Fræðsludagur félagsliða

Miðvikudaginn 22. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, en viðburðurinn er opinn félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Drífu Snædal (drifa@sgs.is) fyrir 15. nóvember.


Morgunverðarfundur um fátækt meðal vinnandi fólks

Þann 16. nóvember næstkomandi mun EAPN á Íslandi og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) standa fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni “Íslenskur veruleiki: fátækt meðal vinnandi fólks”. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 8.30 til 10.30.


Myndbönd um öryggismál í fiskvinnslu

Sjónvarpsstöðin N4 hefur gert sex myndbönd um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu undir yfirskriftinni „Öryggi er allra hagur“. Myndböndunum er ætlað að vera fræðandi og benda á mikilvægi þess að allir sem koma að vinnslunni séu meðvitaðir um að öryggis- og hreinlætismál séu í góðu lagi.