Hafa samband

Ertu að vinna um páskana?

Starfsgreinasambandið vill minna á að öll yfirvinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi sem 1.375% af mánaðarlaunum án vaktaálags. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí er veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. Til stórhátíðardaga telst bæði föstudagurinn langi (30. mars) og páskadagur (1. apríl).


Rúmlega 80% atvinnuþátttaka í febrúar

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%.


Formannafundur SGS

Í gær, 13. mars, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins. Mæting var góð, en alls mættu 17 af 19 formönnum á fundinn.


Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags

Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á aðalfundi félagsins þann 26. apríl nk. B listi Sólveigar Önnu fékk 2099 atkvæði en A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði.


Laun starfsfólks hjá ríkinu hækka um 0,5% til viðbótar

Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að 0,5 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði.


Klukk nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku

Tímaskráningarappið Klukk er nú einnig fáanlegt á ensku og pólsku. Nýjasta útgáfan af Klukki uppfærist sjálfkrafa í símanum og er skipt um tungumál með því að fara í stillingar í appinu. Tilgangurinn með appinu er að hjálpa launafólki að halda utan um sínar vinnustundir.


Laun starfsfólks hjá sveitarfélögum hækka um 1,4% frá áramótum

Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að 1,4 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði.


Samið um launaþróunartryggingu fyrir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum

Fyrr í dag undirrituðu aðilar vinnumarkaðarins nýtt samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að meðaltali 1,4 prósent vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um að meðaltali 0,5 prósent. Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2018.