Hafa samband

Ný stjórn ASÍ-UNG: Sjö frá aðildarfélögum SGS

5. þing ASÍ-UNG var haldið á Hótel Natura Reykjavík síðastliðinn föstudag. Einn af hápunktum þingsins var málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum.


Ráðherra boðar víðtækt samstarf gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til víðtæks samstarfs til að sporna við félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Velferðarráðuneytið mun leiða vinnuna en að henni munu koma fulltrúar frá fleiri ráðuneytum, samtökum launafólks, eftirlitsaðilum, sveitarfélögum og Samtökum atvinnulífsins.


ASÍ-UNG ályktar um áherslur ungs fólks í aðdraganda kjaraviðræðna

Á nýafstöðnu þingi ASÍ-UNG mátti greina mikinn samhug og baráttuvilja hjá ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum bar einna hæst á þinginu.


Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verði ekki liðin á vinnumarkaði

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands komu saman til fundar á Akureyri föstudaginn 7. september og tóku sérstaklega fyrir eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þá hélt Alþýðusamband Íslands málþing á Akureyri um stöðu fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði hér á landi þar sem fjallað var um gróf brot gegn einstaklingum.


Formannafundur á Akureyri

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands eiga fulltrúa á formannafundi SGS sem haldinn er í Kjaralundi á Akureyri 7. september 2018. Á fundinum er farið yfir verkefni vetrarins, kjaramál, fræðslumál og einstaka verkefni. Sérstaklega verður beint sjónum að eftirlitsstarfsemi stéttarfélaganna og átaksverkefnum á þeim vettvangi.