Hafa samband

Vilhjálmur Birgisson kjörinn 1. varaforseti ASÍ

Vilhjálmur Birgisson var fyrir skömmu kjörinn 1. varaforseti ASÍ  á þingi sambandsins.Tveir buðu sig fram til 1. varaforseta ASÍ. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.


Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ

Talning í kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands er lokið og féllu atkvæði þannig að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.


Þriggja daga þing ASÍ hefst á morgun

Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Starfsgreinasambandið á 119 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins. Á þinginu verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. Ljóst er að nýr forseti ASÍ og tveir varaforsetar verða kjörnir auk þess sem búast má við nokkrum breytingum á fulltrúum í miðstjórn ASÍ en miðstjórnin fer með æðsta vald í Alþýðusambandinu á milli þinga.


Kvennafrí 2018 – kvennaverkfall

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufundi sem fram fara víða um land. Kjörorðin í ár eru Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!


Nei, þetta er ekki heimtufrekja. Þvert á móti.

Það eru söguleg tímamót að öll aðildarfélögin innan Starfsgreinasambands Íslands standa saman að kröfugerð í komandi kjaraviðræðum. Það gefur augaleið að sameinuð standa félögin sterkar að vígi við samningaborðið. Við mótun kröfugerðarinnar var grasrótin virkjuð og kallað var eftir sjónarmiðum sem flestra.


Öflugur hópur félagsliða á fræðsludegi

Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða boðaði til fræðslufundar fyrir félagsliða af öllu landinu þann 20. september 2018. Um 40 félagsliðar mættu á fundinn frá almennu og opinberu félögunum, alls staðar af landinu.


Starfsgreinasambandið birtir kröfur sínar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana.


Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Hér að neðan er yfirlýsing verkalýðshreyfingarinnar um þá mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki og opinberuð var almenningi í Kveik í síðustu viku.


Öll aðildarfélögin veita umboð

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu samningsumboð og munu félögin því koma sameinuð að gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, en núgildandi samningar renna út um áramótin.


Í kjölfar Kveiks

Starfsgreinasambandið hefur árum saman barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og gegn þrælahaldi hvers konar. Í kjölfar Kveiks, fréttaskýringaþáttarins sem var sýndur á þriðjudagskvöld hafa fjölmargir hringt og velt fyrir sér hvað hægt sé að gera.


Síða 1 Af 212