Hafa samband

Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn brotastarfsemi

Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni.


Eingreiðsla fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga

Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi.

Margt í samræmi við kröfugerð SGS í nýjum tillögum um húsnæðismál

Í gær voru kynntar tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Tillögurnar eru í 40 liðum og snúa að fjölmörgum atriðum á húsnæðismarkaðnum. Margar tillögurnar eru í samræmi við kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum, sem samþykkt var 10. október síðastliðinn.


Er fátækt á Íslandi sjálfsögð?

Í blaðagrein sem þingmaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar í MBL segir að fátækt á ĺslandi væri lítil í alþjóðlegum samanburði. Í því samhengi var fátækt hér á landi borin saman við fátækt í Svíþjóð og horft aftur til ársins 2014.


Stíf fundarhöld framundan

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði í dag um stöðunna í kjaraviðræðunum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt erindi frá Eflingu um áframhaldandi samstarf í undirhópum vegna einstakra starfsgreina í kjarasamningunum. Á fundinum var jafnframt farið ítarlega yfir vinnu næstu vikna og fyrirhuguð fundahöld með SA í næstu viku.


2,9% atvinnuleysi í nóvember

Áætlað er að 204.700 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í nóvember 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 81,0% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi (±5.700) og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit (±2.400).


Nýársheit um yfirlætislausa umræðu

Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins, æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri umræðu.