Hafa samband

Sveitafélög sýni ábyrgð – ályktun samninganefnar SGS

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skorar á sveitarfélög landsins að standa undir þeirri ábyrgð sem þau bera vegna kjarasamninga. SGS krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af kostnaðarhækkunum og hækkunum á  margvíslegum þjónustugjöldum og velti ekki auknum kostnaði yfir á almennt launafólk.


Annasamir dagar

Það hafa verið nokkuð annasamir dagar hjá forystufólki Starfsgreinasambandsins undanfarið. Eitt af þeim atriðum sem skipta miklu máli er að halda félagsmönnum okkar og almenningi upplýstum um gang mála í viðræðunum. Að loknum fundi viðræðunefndar SGS með Samtökum atvinnulífsins í gær þar sem samþykkt var að vísa kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara skýrði formaður SGS, Björn Snæbjörnsson, þá ákvörðun og stöðuna almennt fyrir spenntum fjölmiðlamönnum.


SGS vísar kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa átt í viðræðum um nýjan kjarasamning frá því í október 2018. Á þeim tíma hafa aðilar átt tæplega 80 fundi um sértæk mál, sem og hátt í 30 fundi viðræðunefnda SGS og SA, um forsendur og innihald nýs kjarasamnings.


Fundur boðaður á morgun

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins átti fund með Samtökum atvinnulífsins í dag, kl. 16:00. Á fundinum fóru fulltrúar SGS yfir kröfugerð sambandsins og ýmis þau mál sem hafa verið til viðræðu milli aðila.


Viðræðunefnd SGS ákveður næstu skref

Viðræðunefndin mun eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins kl. 16:00 í dag. Á fundinum verða sanngjarnar kröfur SGS ítrekaðar.


Að hlusta á sérfræðinga

Á Viðskiptaþingi fyrir nokkrum dögum hélt formaður Viðskiptaráðs, Katrín Olga Jóhannesdóttir, ræðu þar sem hún vék nokkrum orðum að verkalýðshreyfingunni og málflutningi hennar.Hún tók hreyfinguna sem sérstakt dæmi um gamaldags fyrirbæri ,,og varnaðarorð sérfræðinga eru hunsuð“ svo vitnað sé beint í ræðu hennar.


Viðræðunefnd SGS falið að meta hvort vísa eigi kjaradeilunni

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fundaði síðastliðinn fimmtudag, 14. febrúar,  um stöðuna í kjaraviðræðum og næstu skref. Á fundinum var samþykkt einróma umboð til handa viðræðunefnd SGS þess efnis að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til.


Konur taka af skarið!

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á námskeiðunum “Konur taka af skarið! ” sem fara fram á nokkrum stöðum á landinu á næstunni. Um er að ræða námskeið sem Starfsgreinasambandið, AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, og JCI Sproti standa fyrir.


Halldór Björnsson látinn

Halldór Björnsson, fyrsti formaður Starfsgreinasambands Íslands er látinn, 90 ára að aldri. Þegar Starfsgreinasambandið var stofnað árið 2000 var Halldór kosinn fyrsti formaður þess og gegndi því starfi til 2004.